Ný mikil kjaragliðnun á stjórnartímabili fráfarandi stjórnar!

Ég hef margoft rakið svik Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins á kosningaloforðunum,sem þessir flokkar gáfu öldruðum og öryrkjum fyrir alþingiskosningarnar 2o13.Ég taldi,að þeir sem báru ábyrgð á svikunum ættu ekki að fá að bjóða sig fram.En svikararnir buðu sig fram; þeir höfðu enga sómatilfinningu.Framsókm var refsað í kosningunum,tapaði 11 af 19 þingmönnum en eins og ég sagði í gær lá við,að Sjálfstæðisflokknum væri í kosningunum þakkað fyrir að svíkja aldraða og öryrkja og fyrir aðild að Panamaskjölunum.Flokkurinn bætti við sig 2 þingsætum.Og til þess að kóróna ósómann er Sjálfstæðisflokknum nú falið að reyna stjórnarmyndun.

Sigríður Hanna Ingólfsdóttir félagsráðgjafi hjá Öryrkjabandalaginu sýnir fram á það í Kvennablaðinu,að ný,mikil kjaragliðnun, hefur orðið á stjórnartíma fráfarandi ríkisstjórnar.M.ö.o. áður en búið er að leiðrétta kjaragliðnun krepputímans hefur orðið ný kjaragliðnun 2013-2016.Það eru engin takmörk fyrir því hvað unnt er að níðast á öldruðum og öryrkjum enda láta þeir allt yfir sig ganga.

Kvennablaðið birtir yfirlit yfir það hvernig  óskertur lífeyrir öryrkja frá TR  hefur þróast í samanburði við lágmarkslaun á tímabilinu  2013-2016.Lífeyrir hefur hækkað úr 182 þúsund kr á  mánuði fyrir skatt í 213 þús kr fyrir skatt og lágmarkslaun  hafa hækkað  úr 204 þús kr í 260 þús á mánuði fyrir skatt. Lífeyrir hefur hækkað um 17% en lágmarkslaun hafa hækkað um 27 %. Hér munar 10 prósentustigum.Það er kjaragliðnun stjórnartímabils fráfarandi ríkisstjórnar.Sú kjaragliðnun bætist við kjaragliðnun krepputímans.Eins og ég hef  margoft tekið fram þarf að hækka lífeyri um 23% til þess að leiðrétta  lífeyri vegna kjaragliðnunar krepputímans.Nú bætist við kjaragliðnun 2013-2016 en sú kjaragliðnun nemur 10 prósentustigum.

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa ekki lofað að leiðrétta kjaragliðnun stjórnartímabilsins enda væri slíkt loforð einskis virði.Og það sama er að segja um loforð Sjálfstæðisflokksins við myndun nýrrar ríkisstjórnar.Þau verða ekki pappírsins virði.Ef Viðreisn fer í stjórn með Sjálfstæðisflokknum mun Bjarni sjálfsagt lofa þvi öðru sinni,að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB en hann fer létt með að svíkja það á ný.Hann sveik það eftir kosningarnar 2013 .Eða eins og Kári Stefánsson sagði: Það er ekki að marka eitt einasta orð,sem þessir menn segja.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 3. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband