Miklar launahækkanir gefa tilefni til hækkunar lifeyris samkvæmt lögum

 

Undanfarin misseri hafa orðið gífurlega miklar  launahækkanir.Í júní og júlí ákvað kjararáð miklar kauphækkanir háttsettra opinberra embættismanna.Var þar m.a. um að ræða forstöðumenn  ríkisstofnana og nefndarformenn en einnig háttsetta embættismenn stjórnarráðsins. Hækkunin var alveg upp í 48%  og 18 mánuði til baka.Laun hækkðu allt upp í 1.6 milljónir kr  á mánuði.En  önnur laun hækkupu upp  í 1,2 millj króna,1,3 millj króna,  og 1,4 millj  króna.Síðan ákvað kjararáð  á kjördag að hækka gifurlega mikið laun alþingismanna,ráðherra og forseta Íslands eins og ég hef skýrt frá. Beðið var með að skýra frá þessar ákvörðun kjararáðs fram yfir kosningar.Laun alþingismanna hækka um 44% strax og laun ráðherra hækka um 35.5  % og fara í 1,8 milljónir kr. Áður höfðu laun lækna hækkað um yfir 40% og laun framhaldskólakennara höfðu hækkað mjög mikið.

Ljóst er af framansögðu,að launaþróun á þessu  ári og undanfarin 2 ár hefur einkennst af mjög miklum launahækkunum og miklu meiri hækkunum en nemur hækkunum þeim sem aldraðir og öryrkjar hafa fengið.Samkvæmt lögum á lífeyrir aldraðra og öryrkja að taka mið af launaþróun. Það er ekkert getið um það í lögunum, að miða eigi við þróun  lægstu launa. Það er því ljóst að taka á einnig tillit til hækkana hærri launa. Hækkun hærri launa gefur tilefni til þess að lífeyrir aldraðra og öryrkja verði hækkaður miklu meira en átti sér stað í upphafi þessa árs og verða á 2017 0g 2018..

Lífeyrir hækkaði ekki  einu sinni á þessu ári eins og lágmarkslaun hækkuðu. Hækkun lágmarkslauna 1.mai  2015 og 1.jan. 2016 nam  20,7%. En hækkun lífeyris 2015 og 2016 nam 12,7%. Þar vantaði því 8 prósentustig.Auk þess hækkuðu lágmarkslaun síðan aftur 1.mai 2016 um 5,5% án þess að lífeyrir hækkaði. Ekki verður meiri hækkun lifeyris á þessu ári. Hungurlúsin sem fráfarandi ríkisstjórn skammtaði lífeyrisþegum kemur ekki til framkvæmda fyrr en á næsta ári.

Framangreint leiðir i ljós,að aldraðir og öryrkjar hafa algerlega dregist aftur úr í kjaramálum,þeir hafa  verið skildir eftir eins og áður.Það er tími til komnn að bæta úr  þessu ,bæta fyrir  þá töf, sem orðið hefur á því,að aldraðir og öryrkjar fengju sambærilega hækkun og aðrir. Og það þarf að taka tillit til þess hvað lífeyrisþegar þurfa sér til framfærslu miðað við neyslukönnun Hagtofunnar.Ef miðað er við hana á lífeyrr að vera tæpar 400 þúsund fyrir skatt á mánuði eða 320 þúsund eftir skatt. Það er lágmark að mínu áliti. Eldri tölur eru orðnar úreltar vegna mikillar hækkunar húsnæðiskostnaðar.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 4. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband