Ráðherrar og .þingmenn eru búnir að fá sínar hækkanir; aldraðir fá sina hungurlús 1.jan.

 

 

 

Á miðju ári 2015  taldi ríkisstjórnin (Bjarni Ben) að hún gæti fyrir náð og miskunn látið aldraða og öryrkja fá rúmlega 9% ( 9,4) hækkun á lifeyri sínum en ekki strax,heldur eftir 8  mánuði.Fjármálaráðherrann taldi,að það gæti sett fjárhag rikisins úr skorðum,ef lífeyrisþegar fengju þessa hungurlús á sama tíma og allir aðrr  voru að fá hækkanir en verkafólk fékk 14,5% hækkun á lágarkslaunum  1.mai. það ár.Öðru máli gegndi um hækkanir ráðherranna sjálfra og þingmanna 2015.Þessir aðilar fengu  miklar hækkanir greiddar til baka frá 1.mars,eða 9 mánuði,þannig að ráðherrarnir fengu milljón í vasann fyrir jólin,svona rétt fyrir jólagjöfum.Þessi fjáraustur var ekki talinn raska fjárhag ríkisins; aðeins hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja ógnaði fjárhags ríkisins og því fengu lífeyrisþegar ekki krónu hækkun fyrir jólin eins og ráðherrar,þingmenn og raunar flestar aðrar stéttir,sem fengu miklar hækkanir á miðju ári 2015.Nú er leikurinn endurtekinn.Ráðherrar og þingmenn fá á ný miklar launahækkanir eins og rakið hefur verið og þjóðfélagið allt mótmælir nú.Hækkaninar eru að vísu miklu meiri nú,eða 35% hjá ráðherrum og  44% hjá þingmönnum  þó höfðu þessir aðilar fengið hækkun líka á miðju þessu ári.

Ríkisstjórnin sá sér nauðugan einn kost eftir miklar kröfur lífeyrisþega og mikinn mótmælafund í Háskólabíó að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um nokkrar krónur eða um 7%; þetta var mikið örlæti og nauðsynlegt að tilkynna það fyrir kosningar; ef til vill hefur það hjálpað Sjálfstæðisflokknum að halda velli,þar eð aldraðir og öryrkjar eru ekki mjög kröfuharðir.En það mátti alls ekki láta þessa hungurlús koma til framkvæmda strax eins og hjá ráðherrum og þingmönnum; nei þetta varð að bíða fram yfir áramót,ella gæti fjárhagur ríkisins farið úr skorðum.Það kom sem sagt ekki aðeins í ljós með Panamaskjölunum (skattaskjólunum),að tvær þjóðir búa í þessu landi,heldur einnig i kjara-og launamálum.Það gilda aðrar reglur um hækkanir á lífeyri lífeyrisþega en gilda um launahækkanir ráðherra og þingmanna og raunar allra embættismanna.

Boðaður hefur verið útifundur á Austurvelli í dag til þess að mótmæla siðlausum launahækkunum ráðherra og þingmanna. Það er gott og blessað en betra hefði verið, að kjósendur hefðu verið vakandi í þingkosningunum og mótmælt þá.Þú tryggir ekki eftir á.Það liggur við að Sjálfstæðisflokknum hafi verið þakkað fyrir hungurlús lífeyrisþega.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


Bloggfærslur 5. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband