Lífeyrir aldraðra verði 400 þúsund krónur fyrir skatt strax

 Krafa aldraðra frá því vorið 2015 um 300 þúsund króna lífeyri á mánuði fyrir skatt er úrelt.Þetta voru ekki nema 240 þúsund kr eftir skatt.Húsaleiga hefur stórhækkað síðan og er nú kominn í 200 þúsund kr á mánuði á Stór- Reykjavíkursvæðinu fyrir þokkalega íbúð.Það er þá ekki mikið eftir fyrir öllum öðrum útgjöldum.Annar húsnæðiskostnaður hefur einnig hækkað.Íbúðaverð hefur hækkað mikið.Stjórnvöld hundsuðu kröfu aldraðra um 300 þúsund allt árið 2015 og allt yfirstandandi ár þar til kom að kosningum.En þá ákvað ríkisstjórnin að láta aldraðra fá hækkun upp í 300 þúsund í tveimur áföngum þannig að loks 2018 yrði lífeyrir  kominn í 300 þúsund,240 þúsund eftir skatt á mánuði.Alþingismenn og ráðherrar fengu hins vegar sína hækkun strax og áður en þeir byrja að vinna á alþingi.Embættismenn fengu einnig gífurlegar hækkanir fyrr á árinu strax og til baka.

Nú er staðan sú,að lífeyrir aldraðra þarf að hækka í 400 þúsund fyrir skatt,320 þúsund eftir skatt, sem er í samræmi við neyslukönnun Hagstofunnar.Sama gildir um öryrkja.Þeir eiga að fá sömu hækkun.Og þessi hækkun á að taka gildi strax.Í því efni á það sama að gilda um lífeyrisþega eins og ráðherra og alþingismenn: Hækkun strax.

Jafnframt á að afnema allar skerðingar lífeyris TR vegna tekna lífeyrisþega alveg.Félag eldri borgara í Rvk setti þessa kröfu fram fyrir kosningar.Piratar og Flokkur fólksins voru með þessa kröfu á stefnuskrá sinni.Eg hef lengi barist fyrr því að afnema allar skerðingar. Nú er það timabært.Efnahagur þjóðarinnar leyfir það. Þetta er dýrt en ríkisvaldið hefur einnig haft stórar upphæðir af lífeyrisþegum,ríkið skuldar lífeyrisþegum stórar fjárhæðir. Svikin á stóra kosningaloforðinu frá 2o13  skaða lífeyrisþega það mikið,að það stendur undir kostnaði við að afnema skerðingar.Nú er rétti tíminn til þess að bæta virkilega vel kjör aldraðra og öryrkja.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 

 

 

 

 


Bloggfærslur 6. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband