Aukin stéttaskipting í íslensku samfélagi,meiri fátækt!

 

 

 

Rauði kross Íslands hefur gefið út skýrslu um stöðu barna í  Breiðholti.Þar kemur fram,að stór hluti barna þar býr við fátækt  og getur af þeim sökum ekki tekið þátt í íþróttum,tónlistarnámi  eða  öðru slíku sem auðgað getur líf þeirra.Hætta er á, að þessi börn einaangrist. Sérfræðingar segjast merkja aukna stéttaskiptingu í íslensku samfélagi og rannsóknir renna stoðum undir það. Hlutfall barna sem líður skort hér á landi hefur farið hækkandi, þetta átti við um 4% barna árið 2009, nú á það við um 9%. Það hlutfall barna, sem líður verulegan skort, hefur þrefaldast. Þessi börn einangrast frekar félagslega, þar sem þau geta ekki stundað íþróttir og tómstundastarf líkt og efnaðri bekkjarfélagar þeirra. Þá verða þau að sögn Ómars Valdimarsson,sem skrifaði skýrsluna, frekar fyrir einelti.

Sár fátæk  ríkir einnig hjá mörg þúsund lífeyrisþegum, þ.e. þeim,sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum.Enn hefur lífeyrir ekkert hækkað vegna nýju laganna um almannatryggingar og mun ekki hækka fyrr en um áramót. Þó hefur ráðherrum fráfarandi stjórnar margoft verið bent á, að ekki er unnt að lifa af þeim lága lífeyri,sem enn  er í gildi.Margir eldri borgarar hafa hringt  á skrifstofu FEB í Rvk í lok mánaðar  og skýrt frá því,að þeir ættu ekki fyrir mat.Viðvarandi er,að erfitt er fyrir lífeyrisþega að leysa út lyf sín og þeir verða hvað eftir annað að fresta eða sleppa læknisheimsóknum.Þetta hafa fráfarandi ráðherrar vitað en þeir hafa ekkert gert í að leysa þennan bráðavanda.En til þess að leysa hann þarf hækkun lífeyris strax í dag en ekki  um áramót eða síðar.Þetta hafa ráðamenn ekki viljað skilja.Þeir hafa stungið hausnum í sandinn,lokað augunm fyrir bráðum vanda.Þessum vanda verður ekki frestað.Það verður að leysa hann strax í dag.

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 7. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband