Félagsmálaráðherra reyndi að kúga Öryrkjabandalagð til hlýðni!

Félagsmálaráðherra,Eygló Harðardóttir, reyndi að kúga Öryrkjabandalag Íslands til hlýðni við tillögur félagsmálaráðuneytisins um starfsgetumat og aðrar breytingar á almannatryggingum.Og þegar Öryrkjabandalagið vildi ekki hlýða,var öryrkjum refsað með því,að þeir fengu ekki sömu kjarabætur og aldraðir!Þetta er svívirðileg framkoma við öryrkja og mannnréttindabrot.Það var meira að segja gengið svo langt gegn öryrkjum,að krónu móti krónu skerðingin,sem hafði verið afnumin í frumvarpinu var tekin upp aftur gagnvart öryrkjum en þó átti það að vera eitt aðalmarkmið nýrra laga um almannatryggingar að afnema þessa skerðingu.

Öryrkjabandalagið er harðort í garð ráðherra út af þessari framkmu gagnvart öryrkjum.Bandalaginu farast m.a. svo orð um málið:

Öryrkjabandalagið hafnar alfarið orðum Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, bæði á Facebook og í viðtali á RÚV og víðar um að skortur á samstarfsvilja bandalagsins við almannatrygginganefnd sé ástæða þess að að öryrkjar fengu ekki kjarabætur. Með yfirlýsingu sinni hefur ráðherra valið þá leið að kasta ryki í augu almennings með því að gera tilraun til þess að rugla saman tveimur ólíkum þáttum. Það stenst enga skoðun þegar sagt er að kerfisbreytingar séu skilyrði þess að bæta hag örorkulífeyrisþega.

ÖBÍ tók virkan þátt í nefnd um endurskoðun laga um almannatryggingar. ÖBÍ skilaði meðal annars skýrslu til nefndarinnar í maí 2015 með tillögum bandalagsins að heildstæðu starfsgetumatskerfi og framfærslu á grundvelli þess. Lagðar voru til breytingar á kerfinu sem hefðu falið í sér sátt og málamiðlun á milli ólíkra sjónarmiða innan nefndarinnar. Nær ekkert tillit var tekið til tillagna ÖBÍ í skýrslu endurskoðunarnefndarinnar. Niðurstöður nefndarinnar voru einfaldlega aðrar en þær sem ÖBÍ lagði til. Bandalagið gat því ekki skrifað undir skýrslu endurskoðunarnefndarinnar og skilaði séráliti.

Í framhaldi af skýrslu nefndarinnar var ákveðið að vinna að frumvarpi að lögum. Frumvarpið átti að grundvallast á tillögum nefndarinnar. Í starfi nefndarinnar voru allar humyndir ÖBÍ barðar niður og því var rökrétt að ÖBÍ tæki ekki þátt í vinnu við frumvarpið."" "

Ég hef fylgst með stjórnmálum lengi.Ég man aldrei eftir að ráðherra hafi reynt að kúga almannasamtök á þann hátt,sem hann reyndi gagnvart Öryrkjabandalaginu.Og fáheyrt er að ráðherra refsi almannasamtökum fyrir "óhlýðni" á þann hátt sem hann gerði  gagnvart Öryrkjabandalaginu!

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


Bloggfærslur 8. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband