Stjórnarskráin brotin á lægst launuðu öldruðum og öryrkjum!

 

Réttur aldraðra og öryrkja til   lífeyris frá ríkinu (aðstoðar) er stjórnarskrárbundinn.Í 76.grein stjórnarskrárinnar segir svo: „Öllum,sem þess þurfa,skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika,örorku,elli,atvinnuleysis,örbirgðar og sambærilegra atvika.“

Hæstiréttur hefur skýrt umrædda grein á þessa leið ( Í tilefni af Öryrkjadómnum frá 2000):  „Þá var talið að skýra bæri 76.gr. stjórnarskrárinnar til samræmis við alþjóðasamninga,sem ríkið hefur staðfest þannig að skylt væri að tryggja að lögum rétt sérhvers einstaklngs til a.m.k einhverrar lágmarks framfærslu eftir fyrirfram gefnu skipulagi,sem ákveðið væri á málefnalegan hátt.“

 Ég tel samkvæmt framansögðu, að  ríkinu sé skylt samkvæmt stjórnarskránni að veita öldruðum og öryrkjum,sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum, nægilegan lífeyri til framfærslu.En þannig hefur það ekki verið.Lífeyrir hefur ekki dugað fyrir öllum útgjöldum; lyf og læknishjálp hafa oftast orðið útundan.

 Stjórnarskráin hefur verið brotin á framangreindum öldruðum og öryrkjum,Þær litlu hækkanir, sem taka gildi um næstu áramót, eru ekki nægilegar til þess að koma þessu í lag. Það verður að gera miklu betur í því efni.Það er kominn tími til að virða stjórnarskrána.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundssn.net


Bloggfærslur 9. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband