Desemberuppbót þingmanna og ráðherra hækkuð,desemberuppbót aldraðra og öryrkja afnumin

 

-Kjörnir fulltrúar og aðrir þeir sem heyra undir úrskurðarvald kjararáðs fá ríflega 75 prósentum hærri desemberuppbót en launafólk á hinum almenna vinnumarkaði. Á meðan launafólk almennt fékk um 5 prósentum hærri desemberuppbót í ár en í fyrra samkvæmt kjarasamningum þá hækkaði uppbótin til þeirra sem undir kjararáð heyra um 22 prósent milli ára. Ráðamenn fá því sem fyrr umtalsvert ríkulegri jólabónus en almúginn. Nýlegar launahækkanir kjararáðs til handa þjóðkjörnum fulltrúum hafa sætt harðri gagnrýni.

Algeng upphæð desemberuppbótar samkvæmt kjarasamningi hjá starfsmönnum á hinum almenna vinnumarkaði, ríkisstarfsmönnum og fleirum er 82 þúsund krónur, en var 78 þúsund krónur í fyrra. Það gerir aðeins um fjögur þúsund króna hækkun eða sem nemur 5 prósentum.

Allir þeir sem heyra undir kjararáð fengu hins vegar 181.868 krónur í desemberuppbót nú um mánaðamótin. Það er 22 prósentum hærri upphæð en í fyrra þegar hún var 148.542, eða sem nemur ríflega 33 þúsund krónum. 
Samkvæmt reglum kjararáðs um starfskjör fá þeir sem taka laun samkvæmt úrskurði þess greiddar 19 einingar í desemberuppbót samkvæmt launaflokki 136 í launatöflu kjararáðs nr. 502. Ein eining gerir nú 9.572 krónur, alls 181.868 krónur.Eftir síðustu hækkun eru laun þingmanna kr.1101.194 á mánuði en hjá ráðherrum  kr.1826,273 á mánuði.Fréttr berast af því að ætlunin sé ap fella niður desemberupbót aldraðra og öryrkja frá og með 2017!

 

Björgvin Guðmundsson

.


Bloggfærslur 15. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband