"Góðærið nær ekki til aldraðra g öryrkja" !

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði nýlega,að Íslendingar hefðu aldrei haft það eins gott og í dag! Á sama tíma og hann segir þetta berast þessar fréttir: Fjölskylduhjálpin segir,að fleiri leiti þangað en áður eftir mataraðstoð og neyðin sé mjög mikil.Margir eldri borgarar og öryrkjar leiti þangað.Og mikil neyð ríki hjá mörgum,sem illa fóru út úr hruninu; þeir mistu jafnvel íbúðir sínar og verði nú að leigja og greiða þá okurleigu,sem sett sé upp í dag.Húsnæðismál öryrkja séu verri en nokkru sinni fyrr.Og hið sama sé að segja um húsnæðismál ungs fólks. Það geti ekki keypt sér húsnæði vegna þess hve verðið sé orðið hátt og útborgun há.Og það á einnig erfitt með að leigja vegna okurleigu.Æ  fleiri verða að neita sér um að fara til læknis vegna efnahags.

Lífeyrir aldraðra og öryrkja er enn við fátæktarmörk.Eygló félagsmálaráðherra og endurskoðunarnefnd TR lagði fram frv að nýjum lögum með 0 krónu hækkun lífeyris hjá þeim,sem höfðu aðeins lífeyri frá TR.Þegar Páll Valur Björnsson fyrrverandi þingmaður spurði hvers vegna ekki væri lögð til nein hækkun,svaraði Eygló því til,að það væru svo fáir sem hefðu einungis lífeyri frá TR! Ég sagði þá að þó það væri aðeins einn sem ætti ekki fyrir mat,væri það einum of mikið.Eftir 1000 manna mótmælafund eldri borgara í Háskólabíó,þar sem púað var á Bjarna,gaf ríkisstjórnin sig og slakaði örlítið á. En ekki voru breytingarnar stórmannlegar: Lífeyrir sem var 185 þús kr á mánuði í frumvarpinu var hækkaður um 10 þús kr. á mánuði í 195 þús kr á mánuði eftir skatt.Þetta gildir fyrir gifta og þá,sem eru í sambúð.Einhleypir áttu að fá 20 þúsund kr hækkun.Góðærið hefur því ekki komið til aldraðra og öryrkja og kemur ekki til þeirra um áramót.Spurning er hvar góðærið er? Það er sennilega í Sjálfstæðisflokknum og hjá þeim,sem geyma fjármuni sína í skattaskjólum!

 

Björgvin Guðmundsson

 


8000 manns höfðu ekki efni á að fara til læknis 2015!

 

Fjórar af hverjum hundrað konum og tveir af hverjum hundrað körlum neituðu sér um þjónustu læknis eða sérfræðings árið 2015 vegna kostnaðar, eða samtals tæplega 8 þúsund manns. Kostnaður er meiri fyrirstaða fyrir tekjulægri hópana en þá tekjuhærri, en 6% fólks í tekjulægsta fimmtungnum fór ekki til læknis vegna kostnaðar á móti rúmlega 1% fólks í efsta tekjufimmtungi.

Hlutfallslega margir á Íslandi neita sér um læknisþjónustu vegna kostnaðar miðað við önnur Evrópuríki sé tekið mið af nýjustu samanburðartölum sem eru frá árinu 2014 en þá fór ríflega 3% Íslendinga ekki til læknis vegna kostnaðar sem var sjötta hæsta hlutfallið í Evrópu.

Áætlað er að 25 þúsund manns, eða um 10% fullorðinna á Íslandi, hafi árið 2015 einhvern tíma ekki farið til tannlæknis vegna kostnaðar þegar þau þurftu, um 11 þúsund karlar og 14 þúsund konur. Kostnaður er oftar tilgreindur sem ástæða fyrir því að sleppa tannlæknisheimsóknum hjá tekjulægri hópunum en þeim tekjuhærri, en 17% fólks í lægsta tekjufimmtungi fór ekki til tannlæknis vegna kostnaðar árið 2015 á móti 4% fólks í tekjuhæsta fimmtungnum.-Þetta er skv upplýsingum frá Hagstofunni.Ekki benda þessar upplýsingar til þess að mikið góðæri sé hér.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


Bloggfærslur 16. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband