Ekkert gert í málefnum aldraðra og öryrkja?

 


Mikil hætta er nú á þvi, að einhvers konar hægri stjórn verði mynduð eftir,að tilraunir til þess að mynda 5-flokka stjórn fóru út um þúfur.Ef tveir hægri flokkar mynda stjórn með þriðja flokknum munu þeir ráða nær öllu í slíkri stjórn.Það verða þá engar umbætur gerðar í sjávarútvegs-og landbúnaðarmálum og nær engar breytingar gerðar á stjórnarskránni. Það,sem er þó enn verra er það,að hægri stjórn mun ekki veita öldruðum og öryrkjum neinar kjarabætur til viðbótar við þá hungurlús,sem á að koma til framkvæmda nú um áramót og skiptir engu máli.
5-flokka ríkisstjórn hefði væntanlega bætt kjör aldraðra og öryrkja verulega.Samfylking,Piratar ,VG og væntanlega Björt framtíð líka vilja bæta kjör aldraðra og öryrkja verulega.Piratar eru eini stjórnmálaflokkurinn á alþingi,sem vill afnema skerðingar tryggingalífeyris vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni.Gera má ráð fyrir,að 5- flokka stjórn hefði annað hvort afnumið allar skerðingar eða gengið mjög langt í afnámi þeirra.Það er gífurleg kjarabót.Sjálfstæðisflokkurinn vill ekkert gera til þess að bæta kjör lífeyrisfólks umfram hungurlúsina.Bjarni Ben vill senda allt lífeyrisfók út á vinnumarkaðinn,aldna,80-90 ára gamla og óvinnufæra öryrkja.Hann er haldinn fjandsamlegri stefnu í garð aldraðra og öryrkja og mun reyna allt til þess að halda kjörum þeirra niðri.
Sennilega hafa fulltrúar 5-flokksins ekki gert sér grein fyrir því hvað mikilvægt það væri,að þeir næðu samkomulagi.Með því að glutra þvi niður voru þeir að koma i veg fyrir myndun umbótastjórnar,koma í veg fyrir verulega breytingu á stjórnarskránni og standa í vegi fyrir nauðsynlegum kjarabótum aldraðra og öryrkja strax.

Það þolir enga bið að leiðrétta óásættanleg kjör lífeyrisfólks.

Björgvin Guðmundsson

 
 
 

Bloggfærslur 17. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband