Greiðsluþátttaka sjúklinga hér í heilbrigðisþjónustu miklu meiri en á hinum Norðurlöndunum!

 

 

Heilbrigðisráðherra hefur gefið út reglugerð um hámarksgreiðsluþáttöku sjúklinga í kostnaði við heilbrigðisþjónustu og lyfjakaup.Reglugerðin veldur miklum vonbrigðum vegna þess hve hátt greiðsluþakið er en það er miklu hærra en á hinum Norðurlöndunum.Hámarksgreiðsluþátttala einstaklinga í heilbrigðisþjónustu á 12 mánaðatímabili er er 49.200- 69.700 kr eftir því hve mikið viðkomandi sjúklingur notar heilbrigðisþjónustu  6 mánuðina á undan 12 mánaða tímabilinu.En hámarksgreiðsluþátttaka fyrir lyf er 41000 kr á 12 mánaðatímabili.Alls er hér samanlagt um að ræða  90.200-110.700 fyrir hvort tveggja.Það er alltof hátt. Í Svíþjóð er sambærileg tala 40 þúsund eða aðeins 45% af því sem það er lægst hér..Í Noregi er sambærileg tala aðeins  29000 kr á 12 mánaða tímabili.

Greiðsluþakið hjá öldruðum og öryrkjum er  46.467 kr fyrir heilbrigðisþjónustu á 12 mánaða tímabili.Fyrir heilbrigðisþjónustu og lyf samanlagt er greiðsluþakið  87.476 kr  fyrir aldraða og öryrkja. Það er alltof hátt með hliðsjón af því hve lífeyrir aldraðra og öryrkja er lágur.

Með því að hagvöxtur er nú  meiri hér en á hinum Norðurlöndunum og Ísland er nú orðið eitt vinsælasta  ferðamannalandið og hefur mjög miklar tekjur sem slíkt er óskiljanlegt hvers vegna stjórnvöld bjóða Íslendingum ekki sömu kjör og hin Norðurlöndin að því er varðar greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu og lyfjakaupum.Ísland býður eldri borgurum og öryrkjum mun verr kjör en hin Norðurköndin gera og nú bætist það við  að Ísland ætlast til,að íslenskir sjúklingar greiði mun stærri hlut í heilbrigðisþjónustu og lyfjakaupum en íbúar hinna Norðurlandanna.Það er eins og ráðamenn hér haldi,að það sé enn kreppa hér

Það er kominn tími til,að Íslendingar njóti sömu kjara og íbúar hinna norrænu landanna.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


Bloggfærslur 18. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband