Verið að skerða lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna?

Alþingi hefur nú til meðferðar frumvarp Bjarna Benediktssonar um lífeyrisréttindi.Ögmundur Jónasson fyrrverandi formaður BSRB og fyrrverandi þingmaður og ráðherra kom í viðtal hjá RÚV í morgun um málið.Hann sagði,að ef frumvarp Bjarna yrði samþykkt mundi það geta valdið mikilli kjaraskerðingu opinberra starfsmanna.

Opinberir starfsmenn hafa haft betri lífeyrisréttindi en starfsmenn á almennum markaði en á móti samþykktu þeir að sætta sig við verri launakjör en almenni markaðurinn.Frumvarpið gerir ráð fyrir samræmingu lífeyrisréttinda gegn yfirlýsingu (loforði) stjórnvalda um að launakjör opinberra starfsmann verði bætt.Auk þess á að færa lífeyrisaldurinn úr 65 árum í 67 ár.Ögmundur telur,að þetta hvort tveggja geti skert kjör opinberra starfsmanna. BSRB hefur ekki samþykkt frumvarpið.Vill,að haldið verði við samkomulag sem stjórnvöld gerðu við BSRB og fleiri samtök launamanna um málið.En ekki sé staðið við það samkomulag í frumvarpinu.

Ég tek undir með BSRB og Ögmundi.Ég gef ekkert fyrir loforð ráðherranna um að launakjör opinberra starfsmanna verði bætt í framtíðinni. Þessi loforð eru ekki pappírsins virði,sem þau voru skrifuð á.Þessir föllnu ráðherrar eru marguppvísir að því að svíkja öll loforð.Það treystir þeim enginn.Opinberir starfsmenn þurfa að fá örugga tryggingu,ef samþykkja á frumvarpið.

Björgvin Guðmundsson


Ágreiningur milli FEB og LEB um almannatryggingar !

Félag eldri borgara í Reykjavík hefur verið mjög gagnrýnið á frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingu á lögum um almannatryggingar.Einkum gagnrýndi FEB,að ætlunin var að samþykkja frv óbreytt enda þótt engin hækkun lífeyris væri í frumvarpinu og ekkert frítekjumark.Eftir fjölmennan fund FEB í Háskólabíó þar sem frumvarpinu var mótmælt í óbreyttri mynd var ákveðið að hækka lífeyri og frítekjumörk verulega.FEB gagnrýnir Landssamband eldri borgara fyrir að hafa gagnrýnislaust samþykkt frumvarpið um almannatryggingar.Virðist svo sem kominn sé upp opinn ágreiningur milli FEB og LEB.Það er óvenjulegt.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 21. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband