Vísa þarf kjaramálum aldraðra til mannréttindadómstóls Evrópu

 

 

 

Ég hef skrifað reglulega um málefni aldraðra og öryrkja á Facebook undanfarið. Margir hafa  sagt í tilefni af skrifum mínum, að tímbært væri að fara með mál aldraðra og öryrkja til mannréttindadómstóls Evrópu.Og það er rétt.Með því að íslenskir stjórnmálamenn eru ekki færir um að ákvarða öldruðum og öryrkjum mannsæmandi kjör og brotin eru mannréttindi á þessum hópum hvað eftir annað er vissulega ástæða til þess að láta alþjóðlega mannréttindadómstóla fjalla um málefni aldraðra og öryrkja.

Ég ræddi þetta mál i kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík á meðan ég var formaður þar. Fékk ég tvo lögfræðinga á fund í nefndinni til þess að ræða málið; voru það lögfræðingar,sem höfðu verið að vinna fyrir Öryrkjabandalag Íslands.Lögfræðingarnir töldu að það kæmi til greina að stefna ríkinu vegna vissra mála en ekki allra.Þeir töldu, að það athæfi Tryggingastofnunar að rifa allan lífeyri af eldri borgurum sem færu á hjúkrunarheimili væri örugglega mannréttindabrot og brot á stjórnarskránni.Þeir töldu dómsmál vegna þess máls vera gjörunnið.Þeir töldu erfiðara að fara í mál vegna skerðinganna,þar eð lítið fyndist skriflegt um að lífeyrissjóðirnir ættu að vera viðbót við almannatryggingar enda þótt fjölmargir verkalýðsleiðtogar og aðrir staðfestu,að það hefði verið undirskilið,að lífeyrissjóðirnir ættu að vera viðbót við almannatryggingar og aldrei hefði komið til greina,að lífeyrissjóðirnir mundu valda skerðingu tryggingalífeyris.Rétt er þó að halda því til haga að munnlegar yfirlýsingar geta verið jafngildar skriflegum.Talið var að það væri mjög vandmeðfarið að fara í mál vegna þess að lífeyrir dygði ekki fyrir framfærslukostnaði. Það þyrfti að fá dómsúrskurð eða dómkvadda matsmenn til þess að ákvarða hvað mikið þyrfti til framfærslu.- Framangreint eru helstu atriðin,sem komu fram,þegar rætt var um hugsanleg málaferli í kjaranefnd FEB.-Velferðarráðuneytið hefur látið semja neysluviðmið og dæmigert neysluviðmið Við vinnu velferðarráðuneytis að málinu var stuðst við neyslukönnun Hagstofunnar en sú könnun  fjallar um meðaltalsútgjöld heimila og einhleypinga í landinu.Með því,að tvær opinberar stofnanir hafa unnið að neysluviðmiði og neyslukönnun heimila og einstakinga í landinu ætti að vera auðvelt að kveða upp úr um framfærslukostnað aldraðra og öryrkja.

Ástæðan fyrir því,að ég fjalla hér mikið um hugsanleg málaferli innan lands er sú,að áður en unnt að er vísa kjaramálum aldraðra og öryrkja til Mannréttindadómstóls Evrópu þarf að leggja málið fyrir innlendan dómstól.Það er nauðsynlegur undanfari

.

Björgvin Guðmundsson

 

  www.gudmundsson.net

 


Bloggfærslur 22. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband