Boðskapur jólanna: Friður og kærleikur

Jólin ganga í garð í kvöld.Á jólahátíðinni geta kristnir menn sest niður og íhugað boðskap jólanna.Að mínu mati er boðskapur jólanna friður og kærleikur.Kristnir menn ættu að strengja þess heit á þessum jólum að gera heiminn friðvænlegri. Stórveldin verða að hætta að fara með vígbúnað inn í önnur ríki.Það hefur sjaldan orðið til góðs.Afskipti stórveldanna af innanlandsátökum í Sýrlandi og í Írak urðu ekki til góðs.Þau gerðu illt verra.Gífulegur flóttamannastraumur til Evrópu er ein afleiðing þessara átaka og íhlutunar í þau.Í samræmi við kærleiksboðskap jólanna og kristinnar trúar þurfa Evrópubúar að aðstoða flóttafólkið og Íslendingar þurfa að taka meiri þátt í þeirri aðstoð en  verið hefur.

  Hér innan lands eru einnig mörg vandamál,sem þarf að leysa.Margir búa við mikinn vanda í húsnæðismálum.Það er orðið erfiðara en áður fyrir láglaunafólk að fá húsnæði á viðráðanlegu verði.Kjör hinn lægst launuðu eru of lág og það sama er að segja um kjör aldraðra og öryrkja.Kjör þeirra eru algerlega óásættanleg.Það er engin leið að lifa mannsæmandi lífi af þeim lága lífeyri sem ríki og Tryggingastofnun skammtar öldruðum og öryrkjum,sem verða að treysta eingöngu á lífeyri almannatrygginga. Sú hungurlús,sem lífeyrisfólk fær um áramótin, breytir engu þar um. Alþingismenn og allir ráðamenn ættu að stengja þess heit um þessi jól að bæta hér úr á nýju ári.Þjóðin hefur efni á því að veita öldruðum og öryrkjum sómasamleg kjör.  Það er í samræmi við kærleiksboðskap jólanna að gera það.-Gleðileg jól.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 24. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband