Hvers vegna hætti Ólafur Ragnar við framboð?

Forseti Íslands,Ólafur Ragnar Grímsson,tilkynnti laust fyrir hádegi í gær,að hann hefði dregið framboð sitt til baka.Ég tel það skynsamlegt af honum. Hann gerði það af tveimur ástæðum,að minu mati: Vegna mikila umræðna um tengsl Dorrit,eiginkonu hans,við aflandsfélög í skattaskjólum og vegna mikils fylgis nýrra mótframbjóðenda.Það var engan veginn öruggt,að Ólafur Ragnar mundi sigra i kosningunum.Aðrar skýringar,sem Ólafur Ragnar nefndi eru eftiráskýringar sem standast ekki.Ólafur Ragnar hefur sætt harðri gagnrýni fyrir hringl í framboðsmálum og bent á,að margir frambjóðendur hættu við framboð,þegar hann tilkynnti sitt framboð.

Ólafur Ragnar forseti eyddi löngum tíma í það í viðtali við RUV í gær að sýna fram á,að hann hefði gert  rétt þegar hann neitaði að styðja Sigmund Davíð í þingrofsmálinu.En samt veit Ólafur Ragnar sem fyrrum kennari í stjórnmálafræði,að mikill ágreiningur er meðal fræðimanna um þingrofsréttinn.Og forsætisráðherrar rufu þing 1931 og 1974 þó mikill ágreiningur væri um þingrofið í bæði skiptin. Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra rauf þing 1974 þó meirihluti væri fyrir annarri ríkisstjórn.Kristján Eldjárn forseti samþykkti það.Hann leit svo á,að forsætisráðherra hefði þingrofsvaldið.Sigmundi Davíð og Ólafi Ragnari  forseta ber ekki saman um það hvernig Sigmundur Davíð hafi lagt málið fyrir forseta. Sigmundur Davíð segist hafa spurt forseta hvort hann gæti samþykkt þingrof að uppfylltum vissum skilyrðum.Sigmundur Davíð sagði,að um tvo kosti væri að ræða:Að stjórnarliðið stæði saman um stjórnina eða að þing væri rofið.Bjarni Benediktsson vildi setja Sigund Davíð af.Þá þurfti annað hvort að rjúfa þing eða að velja nýjan forsætisráðherra. En krafa fólksins á Austurvelli,22000 manna fundar, var þingrof.Stjórnarandstaðan vildi líka þingrof.Það var því ekki sjálfgefið að hindra þingrof.Það hefði verið mjög elilegt að ákveða þingrof en þá þurfti þingflokkur Framsóknar að samþykkja það.Með því að Ólafur Ragnar hefur alltaf verið að hlutast til um stjórnmálin hefði hann getað sagt við Sigmund Davíð.Ég samþykki þingrof, ef þingflokkur Framsóknar samþykkir það. en Ólafur Ragnar vildi ekki styggja Sjálfstæðisflokkinn.Hann var þá enn með það i huga að bjóða sig fram til forseta eina ferðina enn!Þetta eru staðreyndir málsins.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 10. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband