Ríkisstjórnin framdi gróf mannréttindabrot á öldruðum og öryrkjum 2015!

Ég tel,að ríkisstjórnin hafi framið gróf mannréttindabrot á öldruðum og öryrkjum árið 2015,þegar stjórnin hélt lífeyri aldraðra og öryrkja niðri og óbreyttum í 8 mánuði eftir að allar vinnandi stéttir höfðu fengið miklar almennar launahækkanir vorið 2015.Þetta var gróf mismunun. Í mannréttindasáttmálum er mismunun bönnuð og hún er einnig bönnuð í lögum um málefni aldraðra.

Lágmarkslaun hækkuðu um 14,5% vorið 2015 en í kjölfarið hækkaði lífeyrir aldraðra og öryrkja ekki um eina krónu,heldur var honum hadið óbreyttum i 8 mánuði!Ýmsar stéttir fengu launahækkanir haustið 2015 og voru þær þá afturvirkar frá 1.mai eða jafnvel frá 1.mars. Ráðherrar og alþingismenn fengu afturvirkar launahækkanir,svo og dómarar og umboðsmaður alþingis en alþingi synjaði öldruðum og öryrkjum um afturvirka launahækkun. Þetta var einnig mismunun.Umboðsmaður alþingis hefði átt að taka þessa mismunun fyrir að eigin frumkvæði og knýja fram leiðréttingu fyrir aldraða og öryrkja.Alþingi passaði upp á,að umboðsmaður alþingis fengi afturvirka launahækkun en enginn passaði upp á aldraða og öryrkja!

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 11. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband