Vextir eru of háir hér á landi

Seðlabankinn tilkynnti í gær,að peningastefnunefnd hefði ákveðið,að stýrivextir Seðlabankans verði óbreyttir,5,75%.Þetta gerist enda þótt verðbólga sé  nú aðeins 1,6% og hafi verið undir verðbólgumarkmiðum bankans í 2 ár.Á sama tíma eru vextir í Evrópu víða undir 0%,t.d. í Svíþjóð.Rök Seðlabankans fyrir því að halda háum vöxtum eru þau, að verðbólga geti aukist  innan ekki langs tíma!

Það verður að krefjast þess,að vextirnir verði lækkaðir.Það er beint hagsmunamál almennings,íbúðareigenda,að vextir verði lækkaðir.Greiðslur af íbúðalánum haldast of háar á meðan vextir eru svona háir.Kostnaður af íbúðalánum er miklu hærri hér en í nokkru nálægu landi vegna mikils vaxtakostnaðar hér.Krafan er því: Lægri vexti.

Björgvin Guðmundsson


Uppgjafatónn formannsframbjóðanda

 

Magnús Orri Schram,sem er í framboði til formanns í Samfylkingunni skrifar grein í Fréttblaðið í dag,sem einkennist af uppgjafatón.Slæmar skoðanakannanir hafa farið illa með Magnús og fleiri í Samfylkingunni.Athyglisvert er, að bera saman Framsókn og Samfylkinguna.Framsókn hefur tapað miklu meira fylgi en Samfylkingin frá síðustu kosningum.Framsókn virðist hafa tapað 17-18 prósentustigum frá síðustu kosningum. Samfylkingin hefur tapað 6 prósentustigum .En Framsóknarmenn virðast sallarólegir þrátt fyrir það. Þeir segja alltaf: Við fáum miklu meira í kosningum en i könnunum.Þetta er góð trú.Forustumenn Samfylkingarinnar eru ekki eins trúaðir. En þeir verða að taka sér tak. Og þeir þurfa að leggja meiri áhersu á mál jafnaðarstefnunnar, svo sem eflingu almannatrygginga og fyrst og fremst bætt kjör þeirra lægst launuðu meðal aldraðra og öryrkja,bætt kjör láglaunafólks,félagslegar lausnir í húsnæðismálum ( endurreisn verkamannabústaðakerfis),aukinn jöfnuð í þjóðfélaginu með aðgerðum í skattamálum og fleiri ráðstöfunum o.s.frv. Einnig á Samfylkingin að hefja strax viðræður við aðra flokka á vinstri vængnum um kosningabandalag í þingkosningunum í haust. Það er ekki nóg að tala um einhvers konar samstarf. það þarf að koma því í framkvæmd og láta hendur standa fram úr ermum.Það er enginn tími fyrir aðgerðarleysi.Það er stuttur tími til stefnu.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net

 


Ný kjaragliðnun 2015 og 2016,sem nam 8 prósentustigum!

Björgvin Guðmundsson var gestur hjá 60+ í Reykjavík í gær.Flutti hann þar erindi um kjaramál aldraðra.Hann rakti þróun kjaramála aldraðra árin 2015 og 2016 og bar saman við þróun launa á almennum vinnumarkaði.Niðurstaða hans var sú, að lægstu laun hefðu hækkað um 20,7% á þessu tímabili en lífeyrir aðeins um 12,7%. Það hefði því orðið 8 prósentustiga kjaragliðnun á þessu tímabili, sem bættist við kjaragliðnun krepputímans.Alls þyrft að hækka lífeyri um rúmlega 30% til þess að leiðrétta alla þessa kjaragliðnun.

Björgvin rakti einnig  kosningaloforðin, sem stjórnarflokkarnir og Bjarni Benediktsson gáfu öldruðum og öryrkjum fyrir kosningarnar 2013.En loforðin voru þessi:

  1. Lífeyrir skyldi hækkaður strax ( 2013 ) vegna kjaragliðnunar krepputímans, 2009-2013, sem aldraðir og öryrkjar máttu sæta.
  2. Öll kjaraskerðing aldraðra og öryrkja frá árinu 2009 skyldi afturkölluð.Um sex atriði var að ræða.
  3. Allar tekjutengingar aldraðra í kerfi almannatrygginga skyldu afnumdar.Það var loforð, sem Bjarni Benediktsson gaf öldruðum í bréfi til þeirra 2013. Hér var um að ræða skerðingu lífeyris TR vegna lífeyrissjóðsgreiðslna ,atvinnutekna og fjármagnstekna.

 

Öll stærstu kosningaloforðin hafa verið svikin. Ríkisstjórnin efndi aðeins 2 atriði undir 2.lið.

 

Björgvin ræddi einnig hvað lífeyrir aldraðra og öryrkja þyrfti að vera hár ssvo unnt væri að lifa þokkalega af honum.Taldi hann,að miða ætti við neyslukönnun Hagstofunnar en samkvæmt henni notar einhleypingur 321 þúsund krónur á mánuði til jafnaðar til neyslu. Húsnæði er inni í þeim lið. En ekki skattar.Þessi tala er því sambærileg lífeyrisupphæð almannatrygginga eftir skatta,sem er 207 þúsund  hjá einhleypingum. Mismunur er 114 þúsund á mánuði eftir skatta.Það er sú upphæð sem aldraða og öryrkja  vantar á mánuði miðað við neyslukönnun Hagstofunnar.

 

Björgvin Guðmundsson

viðskiptafræðingur

www.gudmundsson.net


Bloggfærslur 12. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband