Bönnum þátttöku Íslendinga í félögum í skattaskjólum!

Fjármálaráðherra,Bjarni Benediktsson,hefur haldið því fram á alþingi,að unnt væri að vera með löglega starfsemi í skattaskjólum.Hann hefur sagt,að þeir,sem væru í skattaskjólum og greiddu sína skatta af starfsemi þar,væru með löglega starfsemi. En við þyrftum hins vegar að hafa hendur í hári hinna,sem  stunduðu skattsvik í skattaskjólum.Þetta hljómar fallega.En þetta stenst ekki. Það fer enginn með fjármuni í skattaskjól til þess að greiða Íslandi alla tilskylda skatta af tekjum og eignum,sem þar er komið fyrir. Menn fara með fjármuni sína í skattakjól til þess að sleppa við skatta eða til þess að greiða lægri skatta en gilda á Islandi.Með öðrum orðum: Menn eru að koma sér undan skattgreiðslum á Íslandi og koma skattgreiðslunum yfir á aðra.Sá, sem stofnar félag í skattaskjóli fyrir milligöngu lögfræðistofu í Panama eða annarrar lögfræðistofu, þarf ekki að gefa upp neinar tekjur eða eignir og hann þarf ekki að skila skattskýrslu,bókhaldi eða ársreikningi.Íslendingur,sem er með félag í skattaskjóli hefur það algerlega i hendi sér hvort hann gefur eitthvað upp til skatts á Íslandi og hvað mikið ef hann skilar skattskýrslu.Ef hann hefur 10 milljarða í tekjur getur hann sagt,að hann hafi 1 milljón eða 500 þúsund og síðan sagt,að hann hafi skilað skattskýrslu og greitt skatta.Þegar Bjarni Benediktsson er að leggja blessun sína yfir " löglega" starfsemi i skattaskjólum er hann að blessa slík undanskot frá skatti.

Bretar hafa nú tekið forustu í baráttu gegn starfsemi í skattaskjólum og hvers konar spillingu.Íslendingar þurfa einnig að grípa til rótttækra ráðstafana gegn þátttöku í skattaskjólum. Við eigum að setja lög sem banna þátttöku Íslendinga í aflandsfélögum og skattaskjólum.

Björgvin Guðmundsson


Opið bréf til forsætisráðherra!

 

 

Hr. Sigurður Ingi Jóhannsson,forsætisráðherra!

 

Á flokksþingi Framsóknarflokksins 2013 var samþykkt að leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja vegna kjaragliðnunar (kjaraskerðingar) þeirra á krepputímanum (2009-2013). Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins var hliðstæð samþykkt gerð en þar var orðalagið, að leiðrétta ætti strax lífeyri aldraðra til samræmis við hækkun lægstu launa 2009-2013.Til þess að efna þessi loforð þarf að hækka lífeyrinn frá almannatryggingum um 25%.

Með því að alþingiskosningar eiga að fara fram næsta haust legg ég til, að ríkisstjórnin  semji áætlun um það hvernig hún ætli að efna þetta loforð. Eldri borgarar mundu helst kjósa, að þetta loforð yrði efnt í einu lagi og lífeyrir hækkaður fyrir kosningar um 25%. En treysti  ríkisstjórnin sér ekki til þess mætti framkvæma þessa hækkun í tvennu lagi.

25% hækkun á lífeyri  þýðir 61500 króna hækkun á mánuði fyrir skatt hjá einhleypingum. Við þá hækkun færi lífeyrir frá TR í rúmar 300 þúsund krónur á mánuði.En það er einmitt sú hækkun, sem samþykkt var á þingi Landssambands eldri borgara fyrir rúmu ári og  þetta er samhljóða því, sem verkafólk samdi við Samtök atvinnulífsins um, þ.e. að lífeyrir hækkaði í 300 þúsund krónur á mánuði fyrir 2018.

Hr.forsætisráðherra! Ég vænti þess,að ríkisstjórnin vilji ,að stjórnarflokkarnir standi við loforðið,sem þeir gáfu öldruðum og öryrkjum  fyrir kosningar 2013.

 

Virðingarfyllst

Björgvin Guðmundsson,viðskiptafræðingur,eftirlaunamaður.

 


Bloggfærslur 13. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband