Tryggja þarf aukinn jöfnuð í þjóðfélaginu!

Alþingiskosningar fara fram næsta haust,í oktober.Það er því tímabært að leiða hugann að því hvaða málum er brýnast að vinna að. Hvaða umbótamál eru brýnust.

Ég tel brýnt að koma á auknum jöfnuði í þjóðfélaginu.Það verður best gert með því að efla almannatryggingar og með ráðstöfunum í skattamálum.Á sviði almannatrygginga þarf það að hafa algeran forgang að bæta kjör aldraðra og öryrkja.Stórhækka þarf lífeyri þeirra svo unnt sé að lifa mannasæmandi lífi af honum en það er ekki unnt í dag.Afnema þarf tekjutengingar aldraðra og öryrkja í kerfi almannatrygginga. Í skattamálum þarf að gera eftirfarandi:Lækka og afnema  skatta á lágtekjufólki.Afnema skatta á lífeyri til aldraðra og öryrkja.Hækka skatta á hátekjufólki.

Stórhækka þarf veiðigjöld útgerðarinnar.Í dag eru veiði-gjöldin það lág,að útgerðin rakar til sín peningum en það veldur miklum ójöfnuði í þjóðfélaginu. Þjóðin á fiskveiðiauðlindina og þeir,sem nýta hana eiga að greiða eðlilegt afgjald fyrir notkun hennar.Það er ekki gert í dag.Innkalla þarf allar veiðiheimildir og úthluta veiðiheimildum á ný til skamms tíma.Ríkið á að hafa í sínum höndum veiðiheimildir til þess að ráðstafa til afskekktra byggða,sem misst hafa veiðiheimildir sínar. Gera þarf róttækar ráðstafanir í húsnæðismálum m.a. til þess að auðvelda ungu fólki að kaupa litlar íbúðir og/eða leigja húsnæði á viðráðanlegu verði.Byggðar verði félagslegar íbúðir ( verkamannabústaðir).

Endurskoða á stjórnarskrá landsins í samræmi við samþykkt stjórnlagaráðs og  niðurstöðu allsherjaratkvæðagreiðslu(þjóðaratkvæðagreiðslu),sem fram fór um stjórnarskrána á síðasta kjörtímabili.

Setja á lög sem banna þátttöku Íslendinga í félögum í erlendum  skattaskjólum.Allir eiga að greiða sinn hlut til samfélagsins.Stóru bankarnir þrír verði að fullu eða að miklum meirihluta í eigu ríkisins.Þannig verður best komið í veg fyrir nýtt hrun bankanna og spillingu í fjármálakerfinu.

Björgvin Guðmundsson

 

 


Bloggfærslur 14. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband