Aldraðir og öryrkjar fái sömu hækkun og launþegar

 

 

 

Þegar verkalýðshreyfingin setti fram kröfu sína á síðasta ári um, að  lágmarkslaun ættu að hækkla í 300 þúsund krónur á mánuði á 3 árum rökstuddi hún kröfuna með þvi að benda  á, að kjör þeirra lægst launuðu væru svo slæm, að það yrði að lyfta þeim myndarlega upp. Krafa verkalýðshreyfingarinnar náði fram að ganga.

Nákvæmlega sömu rök gilda fyrir nauðsyn þess að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja eins og fyrir því að hækka lægstu laun. Kjör aldraðra og öryrkja, sem eingöngu hafa tekjur frá TR, eru eins slæm og jafnvel verri en kjör lægstu launa voru fyrir hækkunina 1.mai 2015. Það er er þvi nákvæmlega jafn mikil nauðsyn á þvi að lyfta lífeyri aldraðra og öryrkja myndarlega upp eins og var fyrir því að lyfta lægstu launum ríflega.

Ýmsir þingmenn Framsóknarflokksins töluðu fallega um það á síðasta ári að hækka þyrfti lífeyri í 300 þúsund krónur á mánuði og sumir sögðu jafnvel, að lífeyrir væri að hækka í 300 þúsund krónur á mánuði.Guð láti gott á vita. Vonandi hafa þessir þingmenn einhver áhrif og geta stuðlað að því, að aldraðir og og öryrkjar fái jafn mikla hækkun og launþegar fengu. Það verður fylgst vel með því hvað gerist í því efni.

Björgvin Guðmundsson

www,gudmundsson.net

 


Bloggfærslur 17. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband