Sjálfstæðisflokkurinn má muna fífil sinn fegri!

!

Óli Björn Kárason skrifar grein í Morgunblaðið i gær um uppáhaldsumræðuefni hægri manna, þ.e. slæmar fylgiskannanir Samfylkingarinnar að undanförnu.Meðal annars birtir hann línurit um þróun fylgis Samfylkingarinnar á ákveðnu árabili.Ég ráðlegg honum að birta til hliðsjónar línurit af fylgi Sjálfstæðisflokksins á ákveðnu tímabili. Óli Björn yrði hissa, ef hann gerði það. Fylgishrap Sjálfstæðisflokksins úr 40% fylgi í 20-25% kæmi vel út á linuriti og yrði Óla Birni til uppörvunar!.Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað 15-20 prósentustigum.Samfylkingin hefur tapað 4 prósentustigum frá síðustu alþingiskosningum.Sjálfstæðisflokkurinn var með 42,4% fylgi 1956, sama fylgi 1959.Árið 1999 var fylgið 40,7%.Árið 2009 hrapað fylgið í 23,7% og 2013 var fylgið 26,2%.Flokkurinn má því muna fífil sinn fegri.Það er er nægilegt verkefni að kanna orsakir fylgistaps Sjálfstæðisflokksins. Og ekki tekur betra við, ef athugað er fylgi flokksins í Reykjavík þar sem flokkurinn var áratugum saman með yfir 50% fylgi. En nú er Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavik orðinn smáflokkur.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur vissulega átt sín erfiðleikatímabil. Þegar Albert Guðmundsson klauf Sjálfstæðisflokkinn og stofaði eigin flokk hrapaði fylgi Sjálfstæðisflokksins niður. Og nú eftir nokkra daga verður stofnaður nýr flokkur, sem að hluta til er klofningur út úr Sjálfstæðisflokknum , þ.e  Viðreisn. Þar eru i fyrirsvari menn, sem voru í Sjálfstæðisflokknum en hafa hrakist úr flokknum vegna þess, að flokkurinn hefur traðkað á gömlum gildum þess flokks. Meðal annars fóru þeir úr flokknum vegna þess, að Sjálfstæðisflokkurinn snérist gegn Evrópusambandinu og sveik kosningaloforð um að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB.Þessi nýi flokkur mun örugglega fá eitthvað fylgi frá Sjálfstæðisflokknum. Óli Björn ætti þvi að bíða með að hlakka yfir stöðu stjórnmálaflokkanna.Ef til vill ætti hann að taka til við að gera línurit yfir fylgishrap samstarfsflokksins, Framsóknar,þegar hann er búinn með línuritið yfir fylgistap Sjálfstæðisflokksins.Það gæti verip fróðlegt línurit.

 

Björgvin Guðmundsson


Aldraðir hafi sömu kjör og á hinum Norðurlöndunum

 

 

Leiðtogar rikisstjórnarinnar tala nú mikið um það hve allt sé hér í miklum blóma.Einkum benda þeir á mikinn hagvöxt en einnig góða afkomu ríkissjóðs.Peningar streyma inn.Undir slíkm kringumstæðum á að vera auðvelt að veita öldruðum og öryrkjum sömu kjör hér og á hinum Norðurlöndunum. En mikið vantar á, að svo sé.

Skerðingar lífeyris almannatrygginga vegna tekna lífeyrisþega af atvinnu þekkjast ekki á hinum Norðurlöndunum.Í Danmörku og Finnladi er 30 % skerðing atvinntekna eftir 490 þúsund króna frítekjumark.Við hljótum að geta fetað í fótsport hinna Norðurlandanna í þessu efni.Við  eigum raunar að ganga lengra og  afnema tekjutengingar með öllu eins og Bjarni Benediktsson lofaði í kosningunum 2013, að gert yrði.

Síðan á auðvitað að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja hér til samræmis við lífeyri á hinum Norðurlöndunum. Í Noregi fá allir grunnlífeyri þó þeir hafi tekjur.Lífeyrir er þar 124 þúsund krónur á mánuði,skattfrjáls. Grunnlífeyrir er svipaður í Svíþjóð og í Danmörku en tæpar 100 þúsuns krónur á mánuði  í Finnlandi.Hér er grunnlífeyrir innan við 40 þúsund krónur á mánuði.

Heildarlífeyrir aldraðra í Noregi er 185 % hærri en hér.Það verður að gera þá  kröfu til stjórnvalda,að þau tryggi öldruðum og öryrkjum sömu kjör og þessir aðilar njóta á hinum Norðurlöndunum. Þess vegna á lífeyrir aldraðra og öryrkja hér að hækka upp í það sem hann er á hinum Norðurlöndunum og afnema á tekjutengingar.-Það er ekki nóg að guma af góðu efnahagsástandi á Íslandi,ef þegnarnir njóta þess ekki. Þeir eiga fyrst og fremst að njóta þess,sem lögðu grundvöllinn að þjóðfélaginu.

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 19. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband