Kári afhenti tæplega 87 þúsund undirskriftir

Kári Stefánsson afhenti tæplega 87 þúsund undirskriftir í fyrradag frá þeim,sem vilja, að varið verði meiri fjármunum til heilbrigðiskerfisins,eða 11 % af þjóðarframleiðslu.Undirskriftasöfnunin hefur þegar borið þann árangur, að í nýrri fjármálaáætlun til 5 ára er gert ráð fyrir,að framlög til heilbrigðismála verði aukin verulega á næstu 5 árum eða um 30 milljarða samtals..

Kári fagnaði þvi en hvað það ekki nóg. Það yrði að auka framlögin fyrir næstu kosningar og gera heilbrigðisþjónustuna gjaldfrjálsa fyrir aldraða,öryrkja og börn en samkvæmt frumvarpi heilbrigðisráðherra um greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu munu greiðslur 37 þúsund eldri borgara aukast. Það er óásættanlegt.

Ennþá er hér aðeins um áætlun að ræða en væntanlega nær hún fram að ganga á alþingi þannig að framlög aukist næstu 5 árin.Áætlunin gerir ráð fyrir,að framlög byrji að aukast næsta ár. En ég tek undir með Kára.Það þarf að auka framlög til heilbrigðismála fyrir kosningar.Það er ódýrt fyrir ríkisstjórnina að lofa miklu í framtíðinni.En það er meira að marka hvað hún gerir meðan hún er við völd.Það liggur við að stjórnin tali daglega um það hvað hún hafi mikla peninga til ráðstöfunar,jafnvel peninga,sem hún reiknaði ekki með.Hún gæti látið eitthvað af þessum peningum í heilbrigðiskerfið strax.Ríkisstjórnin verður dæmd eftir því en ekki loforðum fyrir framtíðina.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 2. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband