Banna á starfsemi Íslendinga í skattaskjólum samhliða ráðstöfunum til að minnka snjóhengjuna

Ríkisstjórnin lagði í gær fram á alþingi frumvarp um útboð Seðlabankans á aflandskrónueignum (snjóhengjunni).Verður eigendum aflandskróna gefinn kostur á að skipta krónunum fyrir evrur fyrir 1.september en ella verða krónurnar settar fastar á reikninga með engum eða litlum vöxtum. Alls mun aflandskrónueignin nú vera 320 milljarðar.Útboð þetta er talið nauðsynlegur undanfari afnáms hafta.

En ekkert bólar á frumvarpi um bann við starfsemi Íslendinga í skattaskjólum á aflandseyjum. Stöðugt berast fréttir um fleiri Íslendinga,sem hafa komið fjármunum sínum þar fyrir til þess að losna við skatta til þjóðfélagsins.Nágrannaþjóðir okkar gera nú harðar ráðstafanir gegn slíkri starfsemi en ekkert bólar á frumvarpi hér um bann við slíkri starfsemi. Ríkisstjórnin dregur lappirnar í málinu enda þrír ráðherrar sjálfir flæktir inn í skattaskjól.Nauðsynlegt er að gera strax ráðstafanir til þess að banna með  öllu starfsemi íslenskra ríkisborgara í skattakjólum.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 21. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband