Nokkur þúsund lífeyrisþega missa grunnlífeyrinn

Ef tillögur um endurskoðun almannatrygginga ná fram að ganga missa nokkur þúsund lífeyrisþegar grunnlífeyri sinn.Stjórnarflokkarnir lofuðu því fyrir kosningarnar 2013 að endurreisa grunnlífeyrinn,þ.e. láta hann ekki falla niður vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Það var samþykkt á sumarþinginu 2013 en það stendur ekki lengi, þar eð fella á grunnlífeyrinn aftur niður um næstu áramót nái tillögurnar fram að ganga. Miðað er við þá sem hafa lífeyrissjóðsgreiðslur 400 þús á mánuði eða meira.Þeir munu missa grunnlífeyrinn.Stjórnarflokkarnir hafa "gleymt" kosningaloforðinu. Raunar hafa þeir svikið flest kosningaloforðin,sem þeir gáfu öldruðum og öryrkjum og þar á meðal stærstu loforðin, leiðréttingu lífeyris vegna kjaragliðnunar krepputímans og afnám tekjutenginga almannatrygginga.Þetta eru mikil svik.

Björgvin Guðmundsson


Burt með tekjutengingar í almannatryggingum!

Ég verð alltaf ákveðnari og ákveðnari í því að efnema eigi allar tekjutengingar í kerfi almannatrygginga.Þessar tekjutengingar eru algert ranglæti og sérstaklega gengur fram af manni, að sparnaður fólks í lífeyrissjóðum skuli ekki fá að vera í friði.Þetta eru peningar,sem eldri borgarar eiga,hafa sparað á öllum atvinnuferli sínum en síðan rekast þeir á það,að þegar þeir hætta störfum og ætla að fara að nota eftirlaun sín,lífeyrissparnaðinn, að þá veldur hann stórfelldri skerðingu eins og það sé verið að taka hluta lífeyrisins traustataki!

Ég tel,að byrja eigi á því að afnema tekjutengingar lífeyrisgreiðslna algerlega.Það á ekki að vera að krukka neitt í lífeyrinn.Aldraðir eiga að njóta þessarar eignar sinnar að fullu.

Síðan þarf einnig að afnema tekjutengingar vegna atvinnutekna.Það er einnig út í hött að skerða lífeyri almannatrygginga vegna atvinnutekna.Á þann hátt er  verið að refsa öldruðum fyrir að vinna eftir að þeir eru komnir á ellilífeyrisaldur.Það kostar ríkið sáralítiðað  að hætta skerðingum vegna atvinnutekna,þar eð ríkið fær skatta af öllum atvinnutekjum.

Það er heldur flóknara að afnema  tekjutengingar vegnaa fjármagnstekna. En ég tel,að stefnan ætti að vera sú,að menn mættu  vera með ákveðna upphæð í banka án þess að hún ylli skerðingu  lífeyris hjá TR.Það er matsatriði hvað þessi upphæð ætti að vera há, en sennilega ekki lægri en 10 milljónir.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 22. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband