Síðustu forvöð að efna kosningaloforðin við aldraða og öryrkja

Nú eru aðeins um 2 mánuðir eftir af starfstíma alþingis.Kosningar fara fram í oktober.Vegna forsetakosninganna og sumarleyfa fer alþingi í frí í byrjun júní.

Það er því stuttur tími eftir til þess að efna kosningaloforðin,sem stjórnarflokkarnir gáfu öldruðum og öryrkjum fyrir þingkosningarnar 2013.Það verður að gerast strax,þegar alþingi kemur aftur saman,eftir sumarleyfi.

Stærstu kosningaloforðin,sem stjórnarflokkarnir eiga eftir að efna við aldraða og öryrkja eru þessi:

Leiðrétting lífeyris vegna kjaragliðnunar krepputímans( 2009-2013).Sjálfstæðisflokkurinn boðaði,að hann mundi leiðrétta lifeyri aldraðra  til samræmis við hækkun lægstu launa 2009-2013.Framsóknarflokkurinn samþykkti,að hann mundi leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja vegna kjaragliðnunar (kjaraskerðingar) krepputímans.Til þess að framkvæma þessa leiðréttingu þarf að hækka lífeyrinn um 20-25%.Ekkert hefur verið gert til þess að framkvæma þetta kosningaloforð en hins vegar hefur verið bætt við nýrri kjaragliðnun árið 2015!En þá hækkuðu lágmarkslaun um 14,5% en lífeyrir aðeins um 3%.Hækka þarf lifeyri um 30% ti þess að leiðrétta hvort tveggja.Aldraðra og öryrkja munar um það.

Bjarni Benediktsson lofaði að afnema alla tekjutengingu í kerfi almannatrygginga.Það þýðir að hætta að skerða lífeyri aldraðra hjá TR vegna lífeyrissjóðsgreiðslna,vegna atvinnutekna og fjármagnstekna.Ekki er farið að efna neitt af þessu enn.

Ég er mjög vantrúaður á,að stjórnarflokkarnir ætli að efna þessi kosningaloforð.Enn,sem komið er,bendir ekkert til þess.Virðing stjórnarflokkanna fyrir kjósendum er engin.Flokkarnir virðast telja,að þeir geti svikið kosningaloforðin án þess að depla auga. Og virðing ráðherranna fyrir sannleikanum er ekki meiri en svo,að forsætisráðherra sagði í sjónvarpsviðtali,að það það væri búið að efna öll kosningaloforðin.Hann "gleymdi" ekki aðeins kosningaloforðunum við aldraða og öryrkja heldur engin loforðinu um að afnema ætti verðtrygginguna!

 

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 27. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband