Lífeyrir aldraðra hefur lækkað sem hlutfall af lágmarkslaunum.Öldruðum haldið við fátækramörk

Athugun leiðir í ljós,að mánaðargreiðslur ellilífeyrisþega frá almannatryggingum  í samanburði við lágmarkslaun verkafólks hafa dregist saman í tíð núverandi ríkisstjórnar miðað  við það sem gerðist í tíð fyrri ríkisstjórnar.Árið 2010 voru mánaðargreiðslur einhleypra ellilífeyrisþega,sem eingöngu höfðu tekjur frá TR 115% af lágmarkslaunum en  árið 2014 var lífeyrir 101,6% af lágmarkslaunum.Árið 2010 námu mánaðargreiðslur einhleypra ellilífeyrisþega 184.987 kr.,grunnlífeyrir,tekjutrygging og heimilisuppbót en 2014 námu þessar sömu greiðslur 224.480 kr. hjá sama aðila.Að raungildi hefur þetta minnkað mikið.

Þessar tölur staðfesta það,sem vitað var,að öldruðum er haldið við fátækramörk.Á sama tíma og launþegar sækja fram og bæta kjör sín dragast aldraðir aftur úr í samanburði við láglaunafólk. Ef allt væri með felldu ætti lífeyrir að hækka meira en lágmarkslaun, þar eð ekki er unnt að lifa af lægsta lífeyri aldraðra.Og það sama gildir um öryrkja.Þeim er einnig haldið  við fátækramörk.Það verður að breyta þessu og það verður að gerast strax.

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


2,2 milljarðar í arð af Borgun!

 

Deilt var um sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun á þingi í gær. Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði Bjarna Benediktsson um verðmat á hlut Landsbankans í Borgun sem seldur var í lokuðu söluferli. Vildi þingmaðurinn bæði fá að vita hvort verðmat hafi verið unnið af hendi bankans áður en gengið var frá sölu sem og að vita hvert það verðmat hafi verið. Ekki fengust svör við því hvert verðmat hlutarins hafi verið. Bjarni sagðist ætla að skila skýrslu til Alþingis eftir að Bankasýsla ríkisins útskýrir málið fyrir ráðherranum.

„Bankinn hefur nú óskað eftir svörum frá Borgun hvort upplýsingum hafi verið leynt. Þess má geta að Borgun hyggst greiða 2,2 milljarða króna í arð á þessu ári. Því er það svo að arðgreiðslur til hópsins sem keypti hlut í Borgun af Landsbankanum í lokuðu söluferli eru x nú komnar upp í helminginn af söluverði hlutarins,“ segir Kristján. „Nýjasta verðmatið á fyrirtækinu hljóðar upp á um 20 milljarða króna og því hefur hópurinn hagnast um fjóra til sex og hálfan milljarð á aðeins einu og hálfu ári og fengið helming söluverðsins greiddan til baka í arð.“


Bjarni sagðist í svari sínu sammála Bankasýslunni um að sölumeðferð á Borgun hafi varpað skugga á árangur Landsbankans undanfarin misseri og að fagleg ásýnd Landsbankans hafi beðið hnekki. „Það er ámælisvert að ekki hafi verið farin leið opins söluferlis á eigum bankans og það er í andstöðu við eigendastefnu ríkisins sem hefur það meginmarkmið að stuðla að uppbyggingu heilbrigðs fjármálakerfis og byggja upp traust og trúverðugleika á íslenskum fjármálamarkaði,“ segir Bjarni. Sölumeðferðin sé óásættanleg en bætir við að það séu góðar fréttir ef fyrirtækið sé metið á um 20 milljarða króna. „Ríkið, í gegnum eignarhald sitt á Íslandsbanka er mikill meirihlutaeigandi fyrirtækisins. Því eru það góðar fréttir fyrir ríkið sem eiganda Íslandsbanka ef rétt reynist að fyrirtækið er þetta mikils virði,“ segir Bjarni.

Sem bankamálaráðherra ber Bjarni Benediktsson ábyrgð á sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun.Salan var ekki auglýst,heldur voru kaupendur handvaldir i lokuðu ferli.Meðal kaupenda var frændi Bjarna!

Fréttablaðið

Björgvin Guðmundsson

 

 


Stjórn Sigurðar Inga jafn neikvæð og stjórn Sigmundar Davíðs

Ríkisstjórn Sigurðar Inga er jafn neikvæð eldri borgurum og öryrkjum eins og ríkisstjórn Sigmundar Davíðs var.Þar hefur engin breyting orðið á. Fyrsta yfirlýsing Sigurðar Inga í sjónvarpi var sú,að ríkisstjórnin væru búin að efna öll kosningaloforðin og þar á meðal við aldraða og öryrkja.Þetta sagði hann blákalt þó ekki væri fótur fyrir því.Við vitum hvað svona orðalag heitir á góðri íslensku.

Stærsta kosningaloforðið við aldraða og öryrkja er óuppfyllt,að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar krepputímans.Kostar 20-25%hækkun lífeyris.Og stærsta kosningaloforðð Framsóknar við kjósendur almennt er einnig óuppfyllt þ.e. að efnema verðtrygginguna.

Ill var hans fyrsta ganga má segja um fyrstu yfirlýsingar Sigurðar Inga. Þær eru hrein ósannindi.

Aldraðir og öryrkjar verða að hugsa sinn gang nú þegar stutt er í kosningar.Þeir þurfa að fylgjast með því hvaða flokkar taka upp þeirra kjaramál.Það er stanslaust verið að níðast á öldruðum og öryrkjum.Grunnlífeyrir í grannlöndum okkar er 3-4 sinnum hærri en hér og lífeyrir almenn nær tvöfalt hærri en hér t.d. í Noregi.

Hér er lífeyri haldið svo niðri,að ekki er unnt að lifa af honum,fyrir þá sem eingöngu hafa tekjur TR og því mannréttindi brotin á öldruðumn og öryrkjum.Þetta verður að leiðrétta í kosningunum.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 3. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband