Er ekki röðin komin að öldruðum og öryrkjum?

Eldhúsdagsumræður fóru fram á alþingi í gærkveldi. Fátt nýtt kom fram í þeim.Stjórnarflokkarnir kyrjuðu sama sönginn og áður um það hvað þeir hefðu staðið sig vel og stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina.Fulltrúar stjórnarflokkanna sögðu,að hagvöxtur hefðu aukist mikið,verðbólgan minnkað og afkoma rikissjóðs batnað.Fulltrúar minnihlutaflokkanna bentu á,að enn væri ófremdarástand í heilbrigðismálum og misskipting í landinu himinhrópandi.Ólína Þorvarðardóttir sagði,að skattar og gjöld á stórútgerðinni og öðrum stórfyrirtækjum hefðu verið stórlækkaðir en skattar og gjöld væru á sama tíma að sliga almennning í landinu. Það væri sem tvær þjóðir byggju í landinu.Minnst var einnig á Panamaskjölin í þessu sambandi og sagt,að þau leiddu í ljós,að allir Íslendingar sætu ekki við sama borð í skattamálum.Sumir væru með fjármuni sína í skattaskjólum til þess að komast hjá,að greiða skatta til samfélagsins.

Miðað við stanslausan lofsöng ráðherranna um  góða stöðu þjóðarbúsins og ríkisfjármála ætti röðin að vera komin að öldruðum og öryrkjum.Það ætti a vera unnt að bæta kjör þeirra það mikið,að þeir gætu lifað af lífeyri almannatrygginga en það er ekki unnt í dag.Það ætti að vera unnt að efna kosningaloforðin við aldraða og öryrkja frá síðustu kosningum. Og það ætti að vera unnt að bjóða almenningi upp á gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu.Það er ekkert gagn í góðum hagvexti ef almeningur nýtur hans ekki.

 

Björgvin Guðmundssson


Bloggfærslur 31. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband