Dorrit var með félag í skattaskjólum

Dorrit Moussaieff forsetafrú hefur átt hlut í aflandsfélögum í skattaskjólum.Hún var einn af þremur meðlimum fjölskyldu hennar,sem sameiginlega áttu félag á Bresku jómfrúreyjum (Tortola).Félgið heitir Jaywick Properties Inc.

Árið 2012 flutti Dorrit lögheimili sitt  frá Íslandi til Bretlands.Hún greiðir því ekki skatta á Íslandi en hefur takmarkaða skattbyrði í Bretlandi,þar eð hún er með sérstaka skráningu lögheimilis í Bretlandi (utan lögheimilis,non-domiciled) en með fasta búsetu þar.Hún greiðir enga skatta í Bretlandi af tekjum,sem hún hefur utan Bretlands nema hún flytji þessar tekjur heim á reikninga í Bretandi.Í skattakjólum eins og Tortola þarf ekki að gefa upp neinar tekjur og ekki að skila skattskýrslu eða ársreikningi.

Óneitanlega virðist staða Dorrit svipuð og staða eiginkonu Sigmundar Davíðs,fyrrum forsætisráðherra.Málin eru mjög svipuð hvort öðru.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 4. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband