Landsbankinn hefur greitt allan höfuðstól Icesave-krafnanna

Landsbankinn hefur greitt Bretum og Hollendingum allan höfuðstól icesave krafnanna að fullu eins og við vonuðumst alltaf til að yrði. Í viðbót er íslenski innistæðutryggingasjóðurinn, TIFF, (tryggingarsjóður innistæðueigenda og fjárfesta) búinn að greiða þeim 20 milljarða í viðbót og ofaní kaupið hafa Bretar og Hollendingar notið góðs af styrkingu gengis krónunnar frá viðmiðunargenginu sem var fest 22. Apríl 2009, svo Bretar og Hollendingar eru búnir að fá fullnaðar uppgjör, sinn umsýslukostnað greiddann og þó nokkra vexti.

Ef júní samningurinn 2009 (Svavars samningurinn) eða seinni samningar (Buckheit) hefðu orðið niðurstaðn þá hefði það þróast eins, að eignir gamla Landsbankans hefðu gert upp allan höfuðstólinn og við hefðum svo haft peninga TIFF og gengishagnaðinn upp í vextina, við hefðum greitt fyrir því að gamli Landsbankinn gæti jafn óðum greitt inn á höfuðstólinn eftir því sem peningar innheimtust og þannig dregið úr uppsöfnun vaxta og getað gert ýmsar fleiri ráðstafanir til að lækka eftirstöðvarnar. Ríkið væri ekki farið að greiða neitt ennþá en það sem eftir stæði hefði byrjað að koma til greiðslu frá og með miðju þessu ári. Líklegasta þróunin ef samningarnir hefðu verið í gildi er þó sú að við værum búnir að endursemja um vextina eða endurfjármagana þá á miklu betri kjörum (sbr. það hvað vextir hafa haldist lágir alþjóðlega).

Þetta hefði í öllu falli orðið mjög viðráðanlegt og engin ósköp og á móti hefði komið að icesave hefði ekki tafið fyrir okkur árin 2009 – 2010, hagvöxtur hefði hafist fyrr og orðið kraftmeiri, við hefðum fyrr fengið aðgang að alþjóðlegum mörkuðum og lánskjör landsins batnað fyrr. Við hefðum með öðrum orðum fengið, þjóðhagslega, mjög mikið á móti þeim viðráðanlega kostnaði sem hefði staðið eftir.

Ég hef sagt sem svo; icesave málinu er að ljúka eða væri að ljúka á tiltölulega farsælan hátt hvor leiðin sem hefði orðið ofaná, samningar eða ekki. Og gleymum því ekki að það er af því að sú gæfa var með okkur að vinna málaferlin fyrir EFTA dómstólnum. Það gat enginn séð fyrir með neinni vissu og samingaleiðin hefði eytt þeirri áhættu. Einnig telja margir lögspekingar að það að við höfðum sýnt vilja til að leysa málið með samningum sem og tíminn hafi unnið með okkur fyrir dómnum.

Þannig verður þessi saga vonandi skrifuð að lokum af sanngjörnum sagnfræðingum framtíðarinnar, sem sagt að samningaleiðin hefði líka verið ágætur kostur út úr þessu fyrir Ísland. Og, loks má aldrei gleyma því að hinir raunverulegu sökudólgar icesave málsins eru þeir sem bjuggu óskapnaðinn til og stjórnvöld og eftirlitsaðilar þess tíma sem leyfðu því að gerast. Ekki þeir sem urðu að glíma við orðinn hlut eftir hrun.

Framangreindar upplýsingar fékk ég hjá Steingrími J.Sigfússyni fyrrv. fjármálaráðherra.Mér finnst athyglisvert,að Landsbankinn skuli vera búinn að greiða allan höfuðstól Icesavekrafnanna án þess,að ríkið hafi þurft að greiða nokkuð.En hefði íslenska ríkið verið búið að greiða eitthvað í dag,ef Svavars-samningarnir hefðu verið samþykktir? Svarið er nei.En vaxtagreiðslur væru eftir að miklu leyti en hefðu byrjað síðar á þessu ári. En ýmsir fyrirvarar voru í samningunum,sem voru felldir svo sem að taka átti tillit til afkomu þjóðarinnar. Og eins og fram kemur hér að framan er líklegast,að samningarnir hefðu verið endurskoðaðir og vextir lækkaðir vegna þróunar þeirra á alþjóðamörkuðum.En gert var ráð fyrir því í samningunum að samningarnir væru endurskoðaðir,ef aðstæður breyttust.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net

 

 

!

 

 

 



 


Eldri borgarar hafa mikið afl,ef þeir standa saman

Þingkosningar fara fram i oktober n.k.Það er alveg orðið ljóst,að stjórnarflokkarnir ætla ekki að standa við stóru kosningaloforðin,sem þeir gáfu eldri borgurum og öryrkjum fyrir síðustu kosningar,2013.Þeir hundsa eldri borgara og öryrkja.

Eldri borgarar eru nú 37 þúsund talsins.Ef þeir standa saman hafa þeir gífurlegt afl.Hvernig eiga þeir að nota þetta afl sitt? Þeir geta gefið stjórnmálamönnum eitt tækifæri enn: Ákveðið að styðja þá stjórnmálaflokka,sem styðja kjaramál aldraðra og öryrkja en það verður þá að afgreiða þau mál fyrir kosningar.Reynslan kennir eldri borgurum,að ekkert þýðir að treysta á loforð.Þau hafa verið svikin og yrðu sennilega svikin á ný. Þess vegna er öruggast að fá efndir fyrir kosningar.Ekki er þó nóg að fá efndir á gömlum loforðum,heldur verður einnig að framkvæma ný kjaramál eldri borgara,sem þeir leggja áherslu á í dag,til dæmis stórhækkun lífeyrs svo unnt sé að lifa af honum.Ríkisstjórnin hefur svikist um að hækka lífeyrinn nægilega mikið og endurskoðunarnefnd almannatrygginga hækkar ekki lífeyrinn um eina krónu.Þetta er stærsta kjaramálið,stærsta baráttumálið.Ef alþingi stórhækkar lífeyrinn geta eldri borgarar og öryrkjar tekið stjórnmálamenn i sátt,annars ekki.

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 6. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband