Kosningaloforðin við aldraða svikin! Stórfelld svik

 

Hér fer á eftir yfirlit yfir þau kosningaloforð,sem stjórnarflokkarnir og leiðtogar þeirra gáfu öldruðum og öryrkjum fyrir kosningar 2013:

1.Lífeyrir aldraðra verði leiðréttur vegna kjaragliðnunar krepputímans.Þýðir hækkun lífeyris um 20-25%.

2.Öll kjaraskerðing aldraðra og öryrkja frá árinu 2009 verði afturkölluð (6 atriði)

  1. Tekjutengingar vegna tekna aldraðra verða afnumdar í kerfi almannatrygginga ( Bjarni Benediktsson í bréfi til eldri borgara)

Af allri framangreindri kjaraskerðingu hafa aðeins tvö atriði verið afturkölluð af ríkisstjórninni (Undir lið 2.).Það eru allar efndirnar. Frítekjumark vegna atvinnutekna aldraðra var rýmkað og fært í fyrra horf,109 þúsund krónur á mánuði. Aldraðir mega hafa 109 þúsund krónur á mánuði í dag í atvinnutekjur án skerðingar lífeyris hjá TR.Samkvæmt nýjum tillögum endurskoðunarnefndar TR verður þessi upphæð eða jafngildi hennar skert um 49000 kr. ! Hitt atriðið, sem var leiðrétt, er grunnlífeyririnn. Hætt var að skerða hann vegna lífeyrissjóðsgreiðslna. En sú leiðrétting stendur ekki lengi,  þar eð hún fellur niður samkvæmt nýju tillögunum um almannatryggingar.

Aðrar efndir hafa ekki orðið hjá ríkisstjórninni á loforðunum við aldraða og öryrkja.Þetta hafa því verið stórkostleg svik.Litlar líkur eru á efndum úr þessu.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


Bloggfærslur 7. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband