Almannatryggingarnar eiga ekki að vera fátækraframfærsla

Alþýðutryggingar voru stofnaðar hér á landi 1936.Skyldu tryggingarnar þá vera í 4 deildum:Slysatryggingardeild,sjúkratryggingardeild,elli-og örorkutryggingardeild og atvinnuleysistryggingadeild.Síðastnefnda deildin tók þó ekki til starfa fyrr en 1947.Það var ríkisstjórn Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins,sem kom fyrstu alþýðutryggingunum á. Árið 1943 var byrjað að endurskoða lögin um alýðutryggingar.Var þá m.a. ákveðið að efla sjúkratryggingar og að láta atvinnuleysistryggingar koma til framkvæmda.Ný lög um almannatryggingar tóku gildi 1.janúar 1947.Það var ríkisstjórn Alþýðuflokksins,Sjálfstæðisflokksins og Sósialistaflokksins sem kom  almannatryggingunum á en Alþýðuflokkurinn gerði það að skilyrði fyrir þátttöku i ríkisstjórninni, að sett yrðu viðtæk lög um almannatryggingar.Ákveðið var að  almannatryggingarnar mundu verða fyrir alla án tillits til efnahags eða stéttar.Það gengur þvi algerlega í berhögg við það markmið,þegar ýmsir vilja nú breyta almannatryggingunum í fátækraframfærslu og að lífeyrissjóðirnir eigi að taka við hlutverki almannatrygginga en almannatryggingar aðeins að vera litil stofnun fyrir þá,sem lífeyrssjóðir ná ekki til. Þetta markmið hefur hvergi  verið samþykkt.Þeir sem greitt hafa skatta og skyldur til ríkisins alla tíð og þess vegna þar með til almannatrygginga eiga rétt á eðlilegum greiðslum úr almannatryggingum,þegar þeir komast á eftirlaun án þess að skerðingar og skattar hirði megnið af þvi,sem þeir eiga að fá.Það verður að endurreisa almannatryggingarnar.Því miður gerist ekki ekki með þeim tillögum um endurskoðun,sem nú liggja fyrir.Þær tillögur gera til dæmis ráð fyrir,að lífeyrir hækki ekki um eina krónu hjá þeim,sem eingöngu hafa tekjur frá TR.Það er til skammar.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 8. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband