Hvað er brýnast í kjaramálum aldraðra í dag?

Tvennt er brýnast í kjaramálum aldraðra og öryrkja í dag:1) að afnema tekjutengingarnar í kerfi almannatrygginga.2) að stórhækka lífeyri aldraðra og öryrkja. Skerðingar lífeyris almannatrygginga vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna atvinnutekna fara mjög illa með aldraða og öryrkja í dag. Skerðingarnar ásamt sköttum hrifsa mikið af lífeyrinum. Það er því brýnt að staðið verði við kosningaloforð Bjarna Bemediktssonar og tekjutengingar afnumdar.En það er ekki nóg:Það þarf að stórhækka lífeyrinn svo aldraðir og öryrkjar sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum geti lifað af honum.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 9. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband