Neikvæð afstaða ríkisstjórnar til eldri borgara!

Á landsfundi Landssambands eldri borgara á síðasta ári( byrjun mai) voru gerðar margar merkar samþykktir um kjaramál aldraðra.Ríkisstjórnin hefur ekki framkvæmt neina þeirra.Hún hefur hundsað þær allar og með því undirstrikað neikvæða afstöðu sína til eldri borgara.Hvergi á Norðurlöndum er eins neikvæð afstaða ríkisstjórnar til aldraðra eins og hér!

1.Landsfundur LEB krafðist þess að lífeyrir almannatryggnga tæki að lágmarki sömu hækkunum og samið yrði um í næstu kjarasamnngum (í mai 2015).(Engin hækkun fékkst í 8 mánuði og eftir þann tíma miklu minni hækkun en launafólk fékk).

2.Hækkun persónuafsláttar væri besta kjarabótin fyrir láglaunafólk og þar með eftirlaunafólk.Skorað er á stjórnvöld að hækka skattleysismörkin myndarlega.

3.Lágmarkstekjur til framfærslu verði ekki skattlagðar.

4.Staðið verði við gefin loforð um að bæta öldruðum kjaraskerðinguna (kjaragliðnunina) frá 2009-2013.

5. Fjármagnstekjuskattur verði lækkaður og skerðingar á frítekjumarki vegna fjármagnstekna aldraðra og öryrkja afturkallaðar. 

6.Lífeyrir aldraðra hækki árlega í samræmi við hækkun launa og verðlags.

7. Virðisaukaskattur á lyfjum verði felldur niður.

8.Sveitarfélögum verði frjálst samkvæmt lögum  að fella niður fasteignaskatta á eldri borgurum af íbúðum til eigin nota.

EKKERT  hefur verið framkvæmt af þessu.Allar þessar ályktanir hafa verið hundsaðar.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 11. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband