Alþingi og rikisstjórn er sama um aldraða og öryrkja!

Ég hef áður skýrt frá því,að ég skoraði á alþingi áður en það kom saman sl haust að bæta kjör aldraðra og öryrkja. Hér kemur frásögn af því hvernig alþingi brást við:

Alþingi kom saman 8.september.Ekkert gerðist þar strax í málefnum aldraðra og öryrkja.Engin samþykkt var gerð um málið í upphafi þings.Formsatiðin höfðu forgang: Messa í Dómkirkjunni,þingsetningarræða forseta Íslands,ávarp forseta þingsins og ræða forsætisráðherra  að kvöldi þingsetningardags.Á meðan á þessum formsatriðum stendur er ekki von,að þingið megi vera að því að hugsa um eldri borgara og öryrkja! Ekkert breytist á alþingi.Þar er allt fast í forminu.Kerfið er sterkt.Það er alveg sama hvað þörfin er brýn í þjóðfélaginu.Þó hópur eldri borgara eigi ekki fyrir mat síðustu daga mánaðarins hreyfir alþingi sig ekki! Þó álit almennings á alþingi sé i lágmark gerir alþingi ekkert til þess að breyta um starfsaðferðir og bregðast við óskum þjóðarinnar.Ef til vill hreyfa þingmenn sig þegar fylgi gömlu flokkanna er komið niður í 0.Þeir telja greinilega ekki komið hættuástand enn!

Hvað er til ráða?Hvað er unnt að gera til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja? Getur alþingi gert eitthvað? Ég vil enn trúa því,að svo sé.

Þetta skrifaði ég rétt áður en þingið kom saman síðasta haust,En ástandið átti eftir að versna á alþingi:Alþingi felldi tillögur um afturvirkar kjarabætur til aldraðra og öryrkja.Þingmenn fengu sjálfir afturvirkar kjarabætur og ráðherrar,dómarar og umboðsmaður alþingis fengu afturvirkar kjarabætur allt aftur til 1.mars 2015 en þingmenn felldu samt að aldraðir og öryrkjar fengju afturvirkar kjarabætur.Er þingmönnum ekki við bjargandi?

Aldraðir og öryrkjar fengu enga hækkun í 8 mánuði á meðan þingmenn,ráðherrar,dómarar og umboðsmaður alþingis fengu háar upphæðir í vasann ( afturvirkar kjarabætur).Og að þessum 8 mánuðum liðnum fengu aldraðir og öryrkjar miklu minni hækkun en launafólk hafði fengið.Þannig var réttlætið á alþingi 2015 og því miður hefur það ekki lagast á þessu ári.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 12. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband