Aldraðir og öryrkjar stöðugt hlunnfarnir!

Árið 1995 var fellt úr lögum,að lífeyrir aldraðra og öryrkja ætti að hækka sjálfvirkt jafnmikið og lágmarkslaun hverju sinni.Frá því sú breyting var gerð hafa aldraðir og öryrkjar hvað eftir annað verið hlunnfarnir.Árin 2009 og 2010 hækkaði kaup launafólks um 16% en lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaði þá ekki um eina krónu. Árið 2011 voru almennir kjarasamnngar gerðir og lágmarkslaun hækkuðu þá um 10,3%. En lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaði þá ekki nema um 6,5%. Þeir voru hlunnfarnir á ný.Samanlagt er hér kjaraskerðing sem nemur tæpum 20 prósentustigum.Hér er þó ekki nærri því öll kjaragliðnun krepputímans talin.

Og það er haldið áfram að níðast á öldruðum og öryrkjum. Árið 2015 hækkaði lífeyrir um 3% en lágmarkslaun hækkuðu um 14,5% (1.mai).Hér munar 11,5 prósentustigum.Og þó bæði árin,2015 og 2016 séu tekin saman vantar samt 8 prósentustig til aldraðra og öryrkja.

Ég hef sagt það áður,að lífeyrir aldraðra og öryrkja ætti að hækka meira en lægstu laun vegna þess hve lífeyrir er lágur og hvað hann hefur dregist mikið aftur úr launum en það er farið öfugt að: Það er stanslaust klipið af kjarabótum til aldraðra og öryrkja.Þeir eru stöðugt hlunnfarnir. Það er til skammar.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 13. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband