Misskiptingin yfirgengileg.Meðallaun ASÍ félaga tvöfalt hærri en lífeyrir

Misskiptingin í þjóðfélaginu er yfirgengileg.Heildartekjur launahæstu tíu prósent Íslendinganna hafa hækkað um 80 milljarða frá árinu 2010. Þessi hópur var með yfir 20 milljónir að meðaltali í árslaun í 2013. 19.324 einstaklingar eru í þessum hópi. Hópurinn fékk greitt ríflega þriðjung allra launa á Íslandi  og fimmtungur hæst launuðu Íslendinganna var samtals með um 56 prósent allra launatekna í landinu. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands yfir heildaratvinnutekjur Íslendinga.

Hagstofan raðar einstaklingum niður í tíu jafnstóra hópa eftir tekjum. Þeir sem minnstar hafa tekjurnar raðast í fyrsta hópinn og svo koll af kolli. Efstu tveir tekjuhóparnir eru með samtals um 479 milljarða í atvinnutekjur 2013 borið saman við 22,2 milljarða heildartekjur neðstu tveggja hópanna. Atvinnutekjur efsta hópsins, hæst launuðu einstaklinganna, hafa hækkað um 26 prósent  2010-2013 eða um 80 milljarða króna. Laun allra hinna 90 prósent íslendinga hækkuðu á sama tímabili um 136 milljarða.

Meðallaun ASÍ félaga á almennum markaði voru 425 þúsund krónur á mánuði 2013.Þau voru 277 þúsund á mánuði hjá sveitarfélögum og 345 þúsund krónur á mánuði hjá ríkinu.Þessar tölur hafa hækkað talsvert síðan,einkum vegna kjarasamninganna á síðasta ári en þeir lyftu öllum launum mikið.En þó hér sé vitnað í launatölur frá 2013 leiða þær í ljós,að  launin eru langt yfir lífeyri aldraðra. Meðallaun ASÍ félaga á almennum markaði voru 425 þúsund krónur á mánuði 2013 en lífeyrir aldraðra var það ár aðeins 211.000  krónur á mánuði fyrir skatta hjá einhleypingum.Af því sést hve mikið er níðst á öldruðum í kjaramálum. Þeim er haldið niðri við fátækramörk.

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 19. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband