37000 aldraðir og öryrkjar þurfa að greiða meira fyrir heilbrigðisþjónustu!

Ef frumvarp heilbrigisráðherra um greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðisþjónustu verður samþykkt þurfa 37000 aldraðir og öryrkjar að greiða meira en áður fyrir heilbrigðisþjónustu.Þar eru breiðu bökin fundin!Frumvarpið gengur út á það,að setja þak á útgjöd þeirra,sem nota heilbrigðisþjónustu mest en að láta hina greiða fyrir það,þar eð engir nýir peningar verða settir inn í kerfið.Sá hópur aldraðra og öryrkja,sem fær hækkun, greiðir nú 687 milljónir á ári fyrir heilbrigðisþjónustu en sú upphæð hækkar í 1190 milljónir króna við breytinguna.

Hvernig dettur ráðamönnum í hug að hækka greiðslur hjá 37 þúsund öldruðum og öryrkjum?Hvar eru peningarnir,sem ráðherrarnir eru alltaf að tala um.Hvers vegna eru þeir ekki notaðir til þess að gera heilbrigðisþjónustuna gjaldfrjálsa? Og a.m.k. ætti að nota þessa peninga til þess að hlífa öldruðum og öryrkjum og í stað þess að auka útgjöld þeirra í heilbrigðiskerfinu á að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja svo unnt séað lifa af honum.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 2. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband