Tugir milljarða hafðir af öldruðum og öryrkjum!

 

 

 

Árið 1995 var skorið á sjálfvirk tengsl lágmarkslauna og lífeyris aldraðra og  öryrkja.Fram að þeim tíma  hækkaði lífeyrir alltaf strax nákvæmlega eins og lágmarkslaun verkafólks.Stjórnvöld heldu því fram við breytinguna, að hún mundi ekki verða öldruðum og öryrkjum óhagstæð. Þvert á móti mundi hún verða hagstæð öldruðum og öryrkjum.En það fór á annan veg. Árið 2006, þegar 11 ár voru liðin frá breytingunni leiddu útreikningar í ljós, að aldraðir og öryrkjar höfðu skaðast um 40 milljarða króna á breytingunni.Segi og skrifa 40 milljarða. Það er ekki lítil upphæð.

En hvað hafa aldraðir og öryrkjar þá skaðast mikið síðan, þ.e. á því,að  ekki hefur verið staðið við kosningaloforðin sem þeim voru gefin fyrir þingkosningarnar 2013.Og  á því, að þeir hafa áfram verið hlunnfarnir á þeim tíma,sem liðinn er frá þingkosningunum 2013. Aldraðir og öryrkjar hafa skaðast um 35 milljarða á því tímabili. Alls hafa þeir því skaðast um 75 milljarða á þessu tímabili öllu.Það eru 3,6 milljarðar á ári. Afkoma aldraðra og öryrkja væri alt önnur í dag ef þeir hefði fengið þessar fjárhæðir eins og þeim var lofað.Aldraðir og öryrkjar hafa verið sviknir. Það hefur verið níðst á þeim.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


Bloggfærslur 21. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband