Afnema á tekjutengingar almannatrygginga vegna aldraðra!

 

 

Almannatryggingar skerða lífeyri eldri borgara  og öryrkja,ef þeir hafa greiðslur úr lífeyrissjóði.Almannatryggingar skerða einnig lífeyri eldri borgara og öryrkja ,ef þeir hafa verulegar atvinnutekjur.Þeir mega aðeins hafa 109 þúsund króna atvinnutekjur á mánuði án skerðingar.Almannatryggingar skerða einnig lífeyrinn,ef um fjármagnstekjur er að ræða Ekki má hafa nema 109 þúsund króna fjármagnstekjur Á ÁRI án skerðingar.

Slíkar skerðingar þekkjast ekki á hinum Norðurlöndunum.Ég tel að afnema eigi þessar tekjutengingar með öllu.Þær valda öldruðum og öryrkjum mikilli kjaraskerðingu.Fyrir síðustu alþingiskosningar sendi Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins bréf til eldri borgara og lofaði því að afnema allar tekjutengingar vegna aldraðra í kerfi almannatrygginga,ef hann kæmist til valda.Bjarni komst til valda en hann er ekki farinn að efna þetta kosningaloforð enn.Nú eru síðustu forvöð fyrir hann að efna kosningaloforðið, .þar eð kjósa á í oktober.Þetta var það stórt kosningaloforð,að hann átti að efna Það strax eftir kosningar,þ.e. árið 2013. En svo virðist sem Bjarni hafi ætlað að svíkja þetta stóra kosningaloforð.Hvað á  þjóðin að gera  við stjórnmálamenn,sem svíkja hana? Hún á að kasta þeim.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 22. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband