TR tekur peningana til baka af öldruðum og öryrkjum!

Eldri borgari,kona, kom að máli við mig og sagðist hafa fengið bréf frá Tryggingastofnun um að hún ætti að endurgreiða stofnuninni yfir 90 þúsund krónur,þar eð hún hefði fengið ofgreitt.Hún hafði aðeins 140 þúsund krónur á mánuði fyrir og skildi ekki hvernig sú hungurlús gæti talist ofgreiðsla.Á ekki TR að reikna þetta rétt út í byrjun? Spurði konan.Nú á hún að endurgreiða TR "ofgreiðsluna" næstu 12 mánuði. Litla hungurlúsin lækkar þá enn.

Mjög margir segja nú svipaða sögu þessa dagana og sumir fá miklu hærri kröfu um endurgreiðslu. Þetta getur ekki gengið svona áfram. Það verður að afnema þessa bakreikninga. Og það verður best gert með því að afnema tekjutengingar eins og Bjarni Benediktsson lofaði fyrir síðustu kosningar en hefur ekki staðið við. Nú er komið að skuldadögum varðandi efndir kosningaloforða.Það verður að efna þau strax.

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 25. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband