Burt með tekjutengingar!

 

 

 

Stefán Ólafsson prófessor var að tala um málefni aldraðra á Hringbraut,sjónvarpi.Hann er vel fróður um málefni almannatrygginga.Stefán vék að því, að í Noregi mættu eldri borgarar vinna ótakmarkað fyrir tekjum án þess að sæta skerðingu á lífeyri almannatrygginga.Hann mælti með þessu fyrirkomulagi og sagði nóg að rikið tæki skatta af þeim tekjum sem aldraðir öfluðu sér þó þeir þyrftu ekki einnig að sæta skerðingum almannatrygginga.Það er einmitt þetta,sem ég hef verið að berjast fyrir. Stefán benti á, að ekki væri tekið á þessu atriði í nýjum tillögum um almannatryggingar.Ég heyrði,að við Stefán erum sammála í þessu efni.

Í Noregi eru heldur ekki skerðingar á grunnlífeyri þar eð grunnlífeyrir er heilagur i Noregi.Allir fá hann fátækir sem ríkir og Íslendingar þurfa ekki að vera nema 3 ár í Noregi til þess að öðlast sama rétt til grunnlífeyris  og Norðmenn.Og mig minnir,að ekki séu heldur neinar aðrar skerðingar vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Nýjar tillögur um almannatryggingar hér taka heldur ekki nógu vel á þessu atriði. Það er að vísu dregið nokkuð úr skerðingum lífeyris almannatrygginga  vegna greiðslna úr lífeyrissjóði en hvergi nærri nóg. Mín skoðun er sú, að afnema eigi alveg tekjutengingar í almannatryggingum vegna aldraðra.Þetta hefur verið samþykkt á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins lofaði þessu fyrir síðustu kosningar. Nú er lag til þess að afnema tekjutengingar,afnema allar skerðingar lífeyris TR vegna atvinnu,fjármagns og lífeyris úr lífeyrissjóði.Krafan er : Burt með tekjutengingar

Björgvin Guðmundsson

pistlahöfundur


Bloggfærslur 28. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband