Alþingi brást öldruðum og öryrkjum

Alþingi fór í frí í gær og kemur ekki saman á ný fyrr en 15.ágúst.Þingið brást öldruðum og öryrkjum algerlega. Ég skrifaði forseta alþingis,Einari K. Guðfinnssyni,bréf áður en þingið var sett sl. haust og skoraði á þingið að veita öldruðum og öryrkjum myndarlegar kjarabætur.Ég vonaði að takast mundi þverpólitísk samstaða um að bæta kjör lífeyrisfólks myndarlega og á þann hátt gæti þingið rekið af sér slyðruorðið og bætt ímynd sína meðal almennings.En forseti þingsins svaraði ekki einu sinni bréfinu. Þingið er ekki fyrir fólkið í landinu.Það situr í fýlabeinsturni án sambands við fólkið.

Við afgreiðslu fjárlaga í desember 2015 var fellt að veita öldruðum og öryrkjum afturvirkar kjarabætur eins og ráðherrar,þingmenn,dómarar og umboðsmaður alþingis fengu( sjá lista annars staðar á síðunni).Alþingi vildi hvorki veita lífeyrisfólki afturvirkar kjarabætur né jafnmikla hækkun og launþegar fengu (14,5%).Aldraðir og öryrkjar áttu að fá meiri hækkun en verkafólk,þar eð staða þeirra verst stæðu meðal  aldraðra og öryrkja er verri en staða verkafólks. En alþingi kaus að veita þeim mun minni hækkun.Alþingi féll á prófinu.

 

Björgvin Guðmundsson 


Bloggfærslur 3. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband