Ríkið hefur ekkert leyfi til þess að seilast i lífeyri okkar!

Ríkið hefur ekkert leyfi til þess að seilast i lífeyri okkar í lífeyrissjóðunum. Eldri borgarar eiga þennan lífeyri,hafa safnað honum saman á langri starfsævi og vilja nota hann óskertan,þegar þeir komast á eftiraun.En þetta gerir ríkið gegnum Tryggingastofnun,þegar hún skerðir lífeyri almannatrygginga vegna þess,að eldri borgari fær greiðslur úr lífeyrissjóði. Það er dregið úr þessum skerðingum í drögum að nýju almannatryggingafrumvarpi en ekki nóg. Það á að afnema skerðinguna með öllu eins og Bjarni Benediktsson lofaði að gera fyrir kosningar 2013.

Það er hins vegar ekkert dregið úr skerðingum lífeyris almannatrygginga vegna atvinnutekna.Þvert á móti er sú skerðing aukin en á sama tíma segist félagsmálaráðherra  vilja stuðla að því að eldri borgarar geti unnið lengur.Það er ekki aðferðin til þess að auka skerðingu vegna atvinnutekna.Það ætti að duga ríkinu að fá skatta af atvinnutekjunum þó auknar skerðingar lífeyris almannatrygginga bætist ekki við.

En stærsti gallinn á frumvarsdrögum ríkisstjórnarinnar um TR er sá,að lífeyrir aldraðra og öryrkja á ekki að hækka um eina krónu.Lagt er til,að lífeyrir verði óbreyttur hjá þeim,sem hafa einungis tekjur frá TR.Þó er það svo, að ekki er unnt að lifa af þessum lífeyri. Félag eldri borgara í Rvk hefur írekað sagt frá þvi að eldri borgarar hringi mikið i skrifstofu félagsins og segi frá þvi að þeir eigi ekki fyrir mat út mánuðinn. En það hreyfir ekki við stjórnvöldum. Þau segja aðeins, að allir hafi að gott hér!

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 30. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband