Ófremdarástand ríkir í hjúkrunarmálum aldraðra

Alþingi samþykkti á síðasta degi sínum fyrir frí frumvarp heilbrigðisráðherra um hámark greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu.Minnihlutinn samþykkti frumvarpið með því skilyrði að settir yrðu auknir fjármunir inn í kerfið.Varð samkomulag um það og ákveðið,að í stað 95 þúsund króna hámarks greiðsluþáttöku á ári í heilbrigðiskerfinu yrði hámarkið 50 þúsund krónur.Við það lagast málið nokkuð.Eðlilegast væri þó að hafa heilbrigðisþjónustuna gjaldfrjálsa.Við höfum efni á því.

Slæmt ástand ríkir víða í heilbrigðiskerfinu.Mikill skortur er á heimilislæknum,of mikið álag á Landsspítalanum og fjárskortur ; hjúkrunarheimilin undirmönnuð og geta ekki tekið við nægilega mörgum nýjum vistmönnum.Eldri borgarar vilja,að þeir, sem þurfa á aukinni hjúkrunarþjónustu að halda,  geti valið um það hvort þeir fara á hjúkrunarheimili eða fái notendastýrða persónulega aðstoð í heimahúsum.Notendastýrð þjónusta er að byrja að þróast hér og gæti í auknum mæli orðið valkostur fyrir eldri borgara,sem þurfa aukna hjúkrunarþjónustu.Ófremdarástand ríkir í hjúkrunar-og umönnunarmálum aldraðra í dag. Nauðsynlegt er að gera myndarlegt átak á þessu  sviði.Það vantar ný hjúkrunarheimili svo unnt   sé að eyða biðlistunum.Og það vantar meira fjármagn í hjúkrunarheimilin svo ráða megi nægilega margt starfsfólk,einkum hjúkrunarfræðinga.Ástandið er óviðunandi eins og það er í dag..

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 4. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband