Gróf mannaréttindabrot á öldruðum og öryrkjum

Í 76.grein stjórnarskrárinnar segir,að ríkið eigi að veita aðstoð vegna elli,sjúkleika,atvinnuleysis,örbirgðar og sambærilegra atvika til þeirra,sem þess þurfa.Nú liggur það fyrir,að lífeyrir sá,sem ríkið skammtar öldruðum og öryrkjum dugar ekki til framfærslu.Þessi lífeyrir er það naumt skammtaður.Hér er átt við þá,sem einungis hafa tekjur frá almannatryggingum.Það er því verið að brjóta 76.grein stjórnarskrárinnar á þessu fólki.Í 65.grein stjórnarskrárinnar segir,að allir skuli vera jafnir fyrir lögunum og njóta mannréttinda.Mismunun er einnig bönnuð í mörgum alþjóðlegum mannréttindasáttmálum,sem Ísland hefur gerst aðili að.Stjórnvöld hafa hvað eftir annað framið gróf mannréttindabrot á öldruðum og öryrkjum með mismunun.Ég tel til dæmis,að þegar ríkisstjórnin ákvað á siðasta ári að neita öldruðum og öryrkjum um hækkun á lífeyri í 8 mánuði eftir að búið var að stórhækka laun verkafólks og flestra annarra stétta hafi það verið gróf mismunn og brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.Hið sama gildir þegar öldruðum og öryrkjum var neitað um afturvirkar kjarabætur á sama tíma og þingmenn,ráðherrar,dómarar og umboðsmaður alþingis fengu afturvirkar kjarabætur,sem skiptu stórum upphæðum.Mörg fleiri mannréttindaákvæði stjórnarskrár,laga og alþjóðlegra mannréttindasamninga hafa verið brotin á öldruðum og öryrkjum eins og ég hef sýnt fram á í greinum mínum.Það er kominn tími til að láta aldraða og öryrkja njóta fullra mannréttinda.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 7. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband