Alþingi brást algerlega!

Ég skoraði á alþingi 28.ágúst 2015,áður en þing kom saman,að gera þverpólitíska sátt um að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja jafnmikið og laun verkafólks höfðu hækkað og frá sama tíma.Ég sagði: 

Ég skora á alþingi að hækka strax lífeyri aldraðra og öryrkja jafnmikið og lágmarkslaun hækkuðu 1. maí sl. eða um 31 þúsund krónur á mánuði. Hækkunin gildi frá 1. maí þannig að lífeyrisþegar fái 5 mánaða hækkun með septemberhækkun, þegar hækkunin taki gildi eða 155 þúsund krónur. Alþingi samþykki þessa hækkun strax og það kemur saman 8. september. Allir flokkar á alþingi taki höndum saman um þessa sjálfsögðu leiðréttingu á kjörum aldraðra og öryrkja. Náist þverpólitísk samstaða um þessa leiðréttingu á kjörum aldraðra og öryrkja er unnt að afgreiða frumvarp um hana á einum degi. Þjóðin öll mundi standa með alþingi í þessu máli og álit alþingis mundi stóraukast.

Einnig fór ég fram á,að alþingi samþykkti að lífeyrir hækkaði í 300 þúsund krónur á mánuði á sama tíma og lágmarkslaun.

En alþingi féll á prófinu. Það varð engin þverpólitísk sátt.Alþingi brást algerlega öldruðum og öryrkjum.Og til  þess að kóróna ósómann felldi alþingi að veita öldruðum og öryrkjum afturvirkar kjarabætur eins og alþingismenn,ráðherrar,dómarar og umboðsmaður alþingis höfðu fengið!Aldraðir og öryrkjar voru einir skildir eftir í 8 mánuði 2015.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 9. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband