Neikvæð afstaða stjórnvalda til aldraðra og öryrkja!

 

Fljótlega eftir að ég fór að starfa í kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík fór þáverandi formaður félagsins í heimsókn til samtaka eldri borgara í Danmörku.Þegar þessi formaður kom til baka úr ferðalaginu sagði hann, að það hefði vakið mesta athygli sína i Danmörku hvað stjórnvöld þar væru jákvæð i garð eldri borgara. Það væri allt annað en hér. I Danmörku spyrðu stjórnvöld hvað þau gætu gert til þess að bæta kjör og aðstöðu eldri borgara. Hér á landi væru stjórnvöld neikvæð í garð aldraðra og  væru alltaf að athuga hvernig þau gætu komist hjá að veita  eldri borgurum  kjarabætur. Ég hef oft hugsað um þetta siðan. Og því miður virðist þetta ekkert breytast hér. Stjórnvöld eru enn neikvæð gagnvart öldruðum og öryrkjum. Og framkoma stjórnvalda og þingmeirihluta í garð aldraðra og öryrkja við afgreiðslu fjárlaga á síðasta ári fyrir árið 2015 er skýrasta dæmið um þetta.Það örlar ekki á skilningi stjórnvalda á slæmum kjörum aldraðra og 0ryrkja.

Stjórnvöld eru enn neikvæð gagnvart þessum hópi.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 11. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband