Svíkja stjórnarflokkarnir kosningaloforðin við aldraða?

 

 

Ekkert bólar á þvi enn, að stjórnarflokkarnir ætli að standa við kosningaloforðin, sem þeir gáfu öldruðum og öryrkjum árið 2013, fyrir þingkosningarnar það ár.Það bendir allt til þess, að stjórnarflokkarnir ætli að svíkja þessi kosningaloforð.

Förum yfir málið:

  1. Stjórnarflokkarnir lofuðu að leiðrétta lífeyri aldraðra vegna kjaragliðnunar krepputímans (2009-2013).Með kjaragliðnun er átt við það, að lágmarkslaun hækkuðu miklu meira en lífeyrir.Til þess að leiðrétta gliðnunina þarf að hækka lífeyrinn um 23%. Þessi loforð voru samþykkt á flokksþingum beggja flokkanna.( Sjálfstæðisflokks og Framsóknar)
  2. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og nú fjármálaráðherra lofaði í bréfi til eldri borgara að afnema tekjutengingar ellilifeyris, þ.e. afnema skerðingu lífeyris TR vegna lífeyris úr lífeyrissjóðum,vegna atvinnutekna og vegna fjármagnstekna.
  3. Ný kjaragliðnun hefur átt sér stað 2013-2016. Hækka þarf lífeyri um 10% til þess að jafna hana.Ríkisstjórnin hefur ekki lofað að leiðrétta þessa kjaragliðnun. En það standa sömu rök til þess að það verði gert eins og að leiðrétta eldri kjaragliðnun.Krafan er sú, að þessi kjaragliðnun verði öll leiðrétt.Og það þarf að leiðrétta hana strax,þegar þing kemur saman í næsta mánuði.(Hækka lífeyri um rúmlega 30%).Það munar um það.Það getur skipt sköpum .

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 13. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband