Aldraðir og öryrkjar hlunnfarnr hvað eftir annað!

 

Um áramótin 2008/2009 var verðbólgan tæp 20%,neysluverð hafði hækkað um þessa prósentutölu á árinu 2008. Miðað við það átti lífeyrir aldraðra og öryrkja að hækka um tæp 20%. En þá gerðu stjórnvöld sér lítið fyrir og ákváðu, að aðeins 1/4 hluti lífeyrisþega fengi þessa hækkun, þ.e. fulla verðlagsuppbót.Hinir, 3/4 lífeyrisþega, fengju aðeins 9,6% hækkun lífeyris! Þetta var mikil kjaraskerðing.Og það er ekki farið að leiðrétta hana enn í dag.

 Laun hækka um 16%-lífeyrir 0 !

 Árin 2009 og 2010 hækkaði kaup láglaunafólks um 16% samanlagt.Á sama tíma hækkaði lífeyrir aldraðra og öryrkja ekki um eina krónu! Stjórnvöld settu laun (lífeyri) lífeyrisþega í frost.Í janúar 2011 hækkaði lífeyrir lægst launuðu eldri borgara um 2,3%! Það var langt undir verðbólgunni og því mun lægra en átti að vera.

Laun hækka um 10,3%- lífeyrir um 6,5%!

 Árið 2011 voru gerðir nýir kjarasamningar á almennum markaði.Samkvæmt samningunum hækkuðu lægstu laun um 10,3% í júní 2011.En samt var lægsti lífeyrir aldraðra og öryrkja aðeins hækkaður um 6,5%! . Um áramótin 2011/2012 hækkuðu lægstu laun um 6% en lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaði aðeins um 3,5%. Í janúar 2013 var lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaður um 3,9% eða um 7917 kr en miðað við hækkun launa og verðlags átti hann að hækka um 5,4% eða um 11000 kr. Það var klipið af hækkuninni. ASÍ mótmælti þessu harðlega. Í janúar 2014 var verðbólgan 4,2% og laun höfðu hækkað um 5%.En það var klipið af lífeyri aldraðra og öryrkja eins og áður.Hann hækkaði aðeins um 3,6 %. Enn voru lífeyrisþegar hlunnfarnir.

 Lægstu laun hækka um 14,5%-lífeyrir 0

Lífeyrir hækkaði um 3% l.janúar 2015. Sama ár sömdu verkalýðsfélög ófaglærðs verkafólks um að lægstu laun skyldu hækka í 300 þús. kr á mánuði á 3 árum? Það er 40% hækkun á byrjunarlaunum,þ.e.hjá þeim lægst launuðu.Lágmarkslaun hækkuðu um 14,5% 1.mai 2015.En fjármálaráðherra hafnaði því á alþingi, að aldraðir og öryrkjar fengju hækkun á sinum lífeyri.Það var hoggið í sama knérunn  og áður og lífeyrisþegum neitað um kjarabætur, þegar allur þorri launþega var að fá verulegar kjarabætur.Þannig er framkoma stjórnvalda við aldraða og öryrkja.Hún er til skammar.

 

 

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 24. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband