Segist vilja afnema verðtrygginguna fyrir kosningar!

Viðtal var tekið við Sigmund Davíð formann  Framsóknarflokksins á Útvarpi Sögu síðasta miðvikudag.Þar endurtók Sigmundur Davíð það sem hann hafði sagt við RÚV,að hann vildi afnema verðtrygginguna áður en efnt yrði til kosninga.En bætti því nú við,að bæta þyrft einnig kjör aldraðra og öryrkja áður en kosið yrði!Sigmundur Davið sagði nú í fyrsta sinn,að aldraðir og öryrkjar hefðu dregist  aftur úr.

Spurningin er þessi: Er unnt að taka mark á Sigmundi Davíð nú frekar en áður.Eins og ég hef margoft bent á hefur hann ekki uppfyllt kosningaloforðin,sem hann gaf eldri borgurum í kosningunum 2013 en þá lofaði hann og Framsóknarflokkurinn að leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja vegna kjaragliðnunar krepputímans. Það þarf að hækka lífeyri um 23% til þess að standa við það loforð. Sigmundur Davíð getur lagt til við ríkisstjórnina strax á morgun,að lífeyrir verði hækkaður strax um  23% vegna loforðs beggja stjórnarflokkanna 2013. Það þarf ekki að bíða neitt með það.Ríkisstjórnin getur lýst því yfir strax á morgun að það verði fyrsta mál hennar á þinginu eftir hálfan mánuð að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um 23%. Það þarf ekki að fresta kosningum út af því. 

Varðandi afnám verðtryggingar er málið ef til vill snúnara. Sjálstæðisflokkurinn er á móti því máli. Sigmundi Davíð hefur ekki tekist að snúa Sjálfstæðisflokkinn niður í því máli síðustu 3 árin og ég hef ekki trúa á að það breytist nú.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 29. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband